Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 97

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 97
97 Menntun yngstu aldurshópanna hefur á undanförnum áratugum verið í brenni- depli víða um heim og er nú almennt viður- kennt að ævimenntun einstaklingsins hefj- ist við fæðingu en ekki á þeim tímapunkti sem börn hefja formlegt skyldunám. Hér á landi hefst leikskólaganga flestra barna um tveggja ára aldur og hjá um 35% þeirra enn fyrr (Hagstofa Íslands, 2011). Íslenski leikskólinn á rætur að rekja til norrænnar leikskólahefðar þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika, vellíðan barna, leik, sam- skipti og hjálpsemi við aðra, lýðræðisleg vinnubrögð og sjálfsábyrgð (OECD, 2006; Wagner og Jóhanna Einarsdóttir, 2006). Þegar börn byrja grunnskólanám við sex ára aldur mætir þeim nýtt umhverfi og önnur menning þar sem ný markmið og aðrar kennsluaðferðir tíðkast (Jóhanna Einarsdóttir, 2004b). Ólíkar stefnur leik- skóla og grunnskóla má merkja í nýjum aðalnámskrám skólastiganna þrátt fyrir sameiginlega grunnþætti og inngangs- kafla. Í báðum námskrám er hins vegar áhersla lögð á samfellu og tengsl skólastig- anna og að nám í grunnskóla skuli byggja á fyrra námi og reynslu barna úr leikskól- anum (Mennta- og menningarmálaráðu- neytið, 2011a, 2011b). Í þessari grein verður fjallað um sjón- armið leikskólabarna til þeirra breytinga sem þau sjá fyrir sér að muni verða þegar þau fara í grunnskólann og þann undir- búning sem fram fer í leikskólanum. Mik- ilvægi þess að skoða sjónarmið barna til flutningsins úr leikskóla í grunnskóla er tvíþætt. Í fyrsta lagi má nefna viðurkenn- ingu á rétti barna til að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum sem þau varða (Samein- uðu þjóðirnar, 1989) og hæfni þeirra til að tjá viðhorf sín, fyrirætlanir og sjónarmið og vera virk í eigin lífi (James og Prout, 1990). Í öðru lagi benda rannsóknir til þess að líðan barna og upplifun þeirra á þess- um tímamótum geti gefið vísbendingu um framtíðarskólagöngu þeirra (Dockett o.fl., 2011). Bernskurannsóknir Bernskurannsóknir (e. childhood studies) eru þverfaglegt fræðasvið sem þróast hefur á undanförnum áratugum í kjölfar nýrrar þekkingar á námi og þroska barna og alþjóðlegra viðurkenninga á réttindum barna. Samkvæmt þeim er litið á bernsk- una sem mikilvægt og áhugavert tímabil og afmarkað rannsóknarefni en ekki bið- tíma þar sem börn eru búin undir fullorð- insárin. Litið er svo á að bernskan sé háð menningu, tíma og samhengi og börn og aðstæður þeirra því ekki alls staðar eins. Með rannsóknum, sem falla undir þetta fræðasvið, er leitast við að öðlast skilning á bernskunni og lífi barna út frá sjónarhorni þeirra. Notaðar eru eigindlegar rannsókn- ir með börnum en ekki á börnum þar sem lögð er áhersla á raddir barna, áhrif þeirra og þátttöku (Kehily, 2004; Qvortrup, Cors- aro og Honig, 2009). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar, 1989), oftast nefndur Barnasáttmálinn, kallaði á breytt viðhorf til barna og stöðu þeirra í samfélaginu og gaf bernskurann- sóknum byr í seglin. Samkvæmt 12. grein sáttmálans eiga börn rétt á að taka þátt og tjá skoðanir sínar og það ber að taka tillit til skoðana þeirra. Seinni tíma viðbót tekur sérstaklega til barna undir átta ára aldri og eru aðildarþjóðir hvattar til að tryggja að „Þá byrjar kennarinn að láta mann læra“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.