Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 97
97
Menntun yngstu aldurshópanna hefur á
undanförnum áratugum verið í brenni-
depli víða um heim og er nú almennt viður-
kennt að ævimenntun einstaklingsins hefj-
ist við fæðingu en ekki á þeim tímapunkti
sem börn hefja formlegt skyldunám. Hér
á landi hefst leikskólaganga flestra barna
um tveggja ára aldur og hjá um 35% þeirra
enn fyrr (Hagstofa Íslands, 2011). Íslenski
leikskólinn á rætur að rekja til norrænnar
leikskólahefðar þar sem áhersla er lögð á
fjölbreytileika, vellíðan barna, leik, sam-
skipti og hjálpsemi við aðra, lýðræðisleg
vinnubrögð og sjálfsábyrgð (OECD, 2006;
Wagner og Jóhanna Einarsdóttir, 2006).
Þegar börn byrja grunnskólanám við sex
ára aldur mætir þeim nýtt umhverfi og
önnur menning þar sem ný markmið og
aðrar kennsluaðferðir tíðkast (Jóhanna
Einarsdóttir, 2004b). Ólíkar stefnur leik-
skóla og grunnskóla má merkja í nýjum
aðalnámskrám skólastiganna þrátt fyrir
sameiginlega grunnþætti og inngangs-
kafla. Í báðum námskrám er hins vegar
áhersla lögð á samfellu og tengsl skólastig-
anna og að nám í grunnskóla skuli byggja
á fyrra námi og reynslu barna úr leikskól-
anum (Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið, 2011a, 2011b).
Í þessari grein verður fjallað um sjón-
armið leikskólabarna til þeirra breytinga
sem þau sjá fyrir sér að muni verða þegar
þau fara í grunnskólann og þann undir-
búning sem fram fer í leikskólanum. Mik-
ilvægi þess að skoða sjónarmið barna til
flutningsins úr leikskóla í grunnskóla er
tvíþætt. Í fyrsta lagi má nefna viðurkenn-
ingu á rétti barna til að láta í ljós skoðanir
sínar á málefnum sem þau varða (Samein-
uðu þjóðirnar, 1989) og hæfni þeirra til að
tjá viðhorf sín, fyrirætlanir og sjónarmið
og vera virk í eigin lífi (James og Prout,
1990). Í öðru lagi benda rannsóknir til þess
að líðan barna og upplifun þeirra á þess-
um tímamótum geti gefið vísbendingu um
framtíðarskólagöngu þeirra (Dockett o.fl.,
2011).
Bernskurannsóknir
Bernskurannsóknir (e. childhood studies)
eru þverfaglegt fræðasvið sem þróast
hefur á undanförnum áratugum í kjölfar
nýrrar þekkingar á námi og þroska barna
og alþjóðlegra viðurkenninga á réttindum
barna. Samkvæmt þeim er litið á bernsk-
una sem mikilvægt og áhugavert tímabil
og afmarkað rannsóknarefni en ekki bið-
tíma þar sem börn eru búin undir fullorð-
insárin. Litið er svo á að bernskan sé háð
menningu, tíma og samhengi og börn og
aðstæður þeirra því ekki alls staðar eins.
Með rannsóknum, sem falla undir þetta
fræðasvið, er leitast við að öðlast skilning á
bernskunni og lífi barna út frá sjónarhorni
þeirra. Notaðar eru eigindlegar rannsókn-
ir með börnum en ekki á börnum þar sem
lögð er áhersla á raddir barna, áhrif þeirra
og þátttöku (Kehily, 2004; Qvortrup, Cors-
aro og Honig, 2009).
Samningur Sameinuðu þjóðanna um
réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar,
1989), oftast nefndur Barnasáttmálinn,
kallaði á breytt viðhorf til barna og stöðu
þeirra í samfélaginu og gaf bernskurann-
sóknum byr í seglin. Samkvæmt 12. grein
sáttmálans eiga börn rétt á að taka þátt og
tjá skoðanir sínar og það ber að taka tillit
til skoðana þeirra. Seinni tíma viðbót tekur
sérstaklega til barna undir átta ára aldri og
eru aðildarþjóðir hvattar til að tryggja að
„Þá byrjar kennarinn að láta mann læra“