Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 116
116
Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson
sjálfskoðunar og taki afstöðu til eigin gerða.
Rannsóknir skyldu, að mati Ziehe, ganga
út frá þáttum eins og að finna sannleikann,
hreinni list og hina sönnu manneskju. Fyrr-
greindir fræðimenn töldu hins vegar að
rannsakandinn og hinn rannsakaði hefðu
gagnkvæm áhrif hvor á annan (Dahlberg
o.fl., 1999; Gestur Guðmundsson, 2008).
Habermas (1996) var af annarri kynslóð
fræðimanna innan Frankfurtskólans.
Hann var sama sinnis og fyrirrennarar
hans innan skólans í því að líta á nútíma-
væðingu sem ferli sem styrkir trú manna á
mátt frelsis til skoðana og vísindaiðkana.
Habermas taldi að virk og frjáls orðræða
væri nauðsynleg til að tryggja lýðræði og
mikilvæg fyrir þroska mannsins; að orð-
ræðan stuðlaði að ígrundun einstaklinga,
og þá jafnframt að því að þeir tækju hluti
með vissum fyrirvara. (Outhwaite, 2005).
Habermas (1996) var þeirrar skoðunar
að lífheimurinn (e. lifeworld) væri bak-
grunnur allra samskipta. Þar átti hann
við lífsskilyrði og lífsreynslu einstak-
linga sem þeir síðan byggðu viðmið sín
á (Outhwaite, 2005). Dahlberg og félagar
(1999) líkja lífheiminum við „bakpoka“
sem hver og einn ber með sér. Habermas
(1996) benti á að í öllum samskiptum
þyrftu menn að búa yfir þekkingu á sam-
eiginlegum gildum samfélagsins. Sam-
skiptin stuðli að því að okkur finnist við
tilheyra ákveðnum hópum og stofnunum
og þau geri okkur að einstaklingum.
Framangreindar hugmyndir Habermas
falla vel að hugmyndum fræðimanna um
skólasamfélag; að þar deili einstaklingar
gildum, hugmyndum og ætlunum (Dahl-
berg o.fl., 1999; Sergiovanni, 2001). Hér
eru hugmyndir Habermas settar í sam-
hengi leikskólastarfs, en samkvæmt þeim
verður framþróun í leikskólastarfi við
upplýsta umræðu. Því þarf að ræða um
leikskólastarf jafnt utan sem innan leik-
skóla, t.d. um það hvað felst í góðu leik-
skólastarfi. Slík umræða byggist á því að
leikskólastarfið sé sýnilegt og gegnsætt,
líkt og Dahlberg og félagar (1999), og fleiri
fylgismenn leikskólastarfs í anda Reggio
Emilia (Åberg og Lenz Taguchi, 2005)
leggja áherslu á. Dahlberg og félagar (1999)
og Sergiovanni (2001) sjá skóla skapa
vettvang til aukinnar lýðræðisþróunar.
Habermas (1991, 1996) taldi mikilvægt að
huga að heildarmyndinni; að sjá samhengi
í því sem skoðað er. Hann skilgreindi sam-
skiptaathafnir (e. communicative action)
sem samstarf tveggja eða fleiri sem leggja
saman krafta sína til að vinna að sam-
eiginlegu viðfangsefni. Hann lagði einnig
áherslu á að draga fram og skoða grunn
samskiptaathafna, það er að segja það sem
liggur að baki hugtaka- og orðanotkun.
Enn fremur taldi Habermas mikilvægt
að skoða og ígrunda viðhorf og viðmið
sem stýra aðgerðum. Til dæmis geti vald-
merkingin verið innmúruð í tungumálið
sjálft, sem síðan verður að hefð. Habermas
taldi jafnframt að hugtök og orðanotkun
geti haft áhrif á hvernig hlutir eru fram-
kvæmdir. Ef þessi skilningur Habermas er
færður yfir á samskiptaathafnir barna og
fullorðinna, þá má benda á að fullorðnu
fólki er til dæmis tamt að biðja aðra full-
orðna um að gera hluti en að láta börn
gera hluti. Mismunandi viðhorf stýra
framkvæmdinni að biðja eða láta einhvern
gera hluti. Í stýringunni felst ákveðið vald