Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 142
142
Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir
á að skoða kennsluskrá, þar sem hann
svaraði framkomnum spurningum, annar
benti á að spurningarnar væru flóknar og
að hann teldi að erfitt væri fyrir kennara
að svara þeim.
Niðurstöður
Í niðurstöðukaflanum er samantekt á
þeim möguleikum sem kennaranemar í
grunnnámi hafa haft undanfarin ár á því
að styrkja hæfni sína til að starfa í skóla
án aðgreiningar við MVS HÍ. Fjallað er
um greiningu á námskeiðum eins og þau
birtast í kennsluskrá og í svörum kennara
í rafrænni spurningakönnun (Sjá 1. töflu).
Kynnt er samantekt á inntaki námskeiða,
námsmati, hæfniviðmiðum og kennsluað-
ferðum.
Í töflunni hér á eftir eru gefin dæmi um
1. tafla Flokkun námskeiða eftir inntaki
Skilgreiningar á flokkun
námskeiða
Fjöldi nám-
skeiða
Námskeið í kjarna eða á kjörsviði Valnámskeið
Skóli án aðgreiningar er
í forgrunni og áhersla á
hugmyndafræði og vinnu-
brögð.
Eitt námskeið Nám án aðgreiningar byggist á hug-
myndafræði skóla án aðgreiningar og
kennsluaðferðir sem koma til móts við
ólíka nemendahópa.
Skóli án aðgreiningar að
hluta til þar sem hug-
myndafræði er kynnt,
umræður, lesefni og
verkefni.
Ellefu
námskeið
• Kennslufræðinámskeiðin Nám og kennsla fjalla
um kennslu í skóla án aðgreiningar.
• Félagsfræði og skólasaga fjallar um skóla
margbreytileikans.
Samvirkt nám: áhersla á samvirkt nám í
kennslu fjölbreyttra nemendahópa.
Inntak námskeiða:
sveigjanlegir og fjölbreyttir
kennsluhættir, kennsluað-
ferðir og námsmat.
Tuttugu
námskeið
• Nám og kennsla á yngsta, mið- og ung-
lingastigi miðast við að kennaranemar geti
skipulagt fjölbreytt nám fyrir alla nemendur.
• Námskeiðin Kennsluhættir í stærðfræði og
Náttúra, samfélag og listir fjalla um hvernig
koma má til móts við þarfir ólíkra nemenda.
• Trúarbragðafræði og trúarbragðakennsla fjallar
um trúarbrögð í grunnskóla í fjölmenningar-
samfélagi.
• Í spurningakönnun kom fram að á nám-
skeiðum í íslensku er tekið mið af kennslu
nemenda með mismunandi getu.
• Áhersla er á mikilvægi góðs samstarfs
kennara og foreldra.
• Áhersla er á: einstaklingsbundnar
þarfir nemenda í blönduðum náms-
hópi, góðan bekkjaranda, aðferðir við
bekkjarstjórnun.
Inntak á námskeiðum
er sérhæft, fjallað er um
sérþarfir í námi, ákveðnar
gerðir fötlunar eða fjöl-
menningu.
Sex
námskeið
• Ákveðin námskeið fjalla um
mismunandi þroska og þroskafrávik,
lestrar-, hegðunar- og/eða félags-
erfiðleika barna.
• Kennsla barna með íslensku sem
annað mál. Tekið er mið af kennslu
nemenda með mismunandi þarfir.
• Listir og fjölmenning: tekið er mið af
fjölmenningarnámskrá.
Engar vísbendingar
um áherslu á skóla án
aðgreiningar, fjölbreytta
námshópa, fjölmenn-
ingu eða nemendur með
sérþarfir.
Flest námskeið á Menntavísindasviði HÍ eða um 170 féllu í þennan flokk. Kennarar sem svöruðu
rafrænni könnun tóku m.a. fram að þeir tækju nám án aðgreiningar ekki sérstaklega fyrir en
legðu áherslu á að kennaranemar þurfi að þekkja inntak námsgreinarinnar sem þeir kenna vel til
að greina aðalatriði og stígandi.