Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 155

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 155
155 „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“ Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun felur í sér stigskiptar aðgerðir til að mæta ólíkum þörfum nemenda fyrir stuðning. Á fyrsta stigi eru almennar að- ferðir notaðar með öllum nemendum, í öllum aðstæðum, til að kenna viðeigandi hegðun og fyrirbyggja erfiða hegðun. Dæmi um slíkar aðferðir er bein kennsla skólareglna með hlutverkaleikjum og markviss styrking viðeigandi hegðunar (Sprague og Golly, 2004/2008). Á öðru stigi eru sértækari aðferðir fyrir afmarkað- an áhættuhóp 7–10% nemenda sem þurfa meiri stuðning til að sýna viðeigandi hegð- un. Dæmi um slíkar aðferðir eru einföld hvatningarkerfi með skýrum væntingum og tíðri viðgjöf á hegðun nemenda. Slík úrræði duga fyrir marga nemendur með hegðunarerfiðleika (Hawken, Macleod og Rawlings, 2007; Zuilma Gabriela Sigurðar- dóttir og Anna-Lind Pétursdóttir, 2000), sérstaklega þá sem sækjast eftir athygli fullorðinna (March og Horner, 2002). Hins vegar eru einstaka nemendur í hverjum skóla með alvarlega eða langvinna hegð- unarerfiðleika sem þurfa einstaklingsmið- uð úrræði. Slíkar þriðja stigs aðferðir fela í sér einstaklingsmiðaða stuðningsáætlun sem byggist á virknimati (Sprague og Golly, 2004/2008). Virknimat Virknimat (e. functional behavioral assess- ment) er vinnuferli til að ákvarða áhrifa- þætti á erfiða hegðun með áherslu á að skoða virkni (e. function), tilgang eða hlut- verk hegðunar fyrir einstakling í tilteknu umhverfi (O´Neill o.fl., 1997). Virknimat er ein aðferð hagnýtrar atferlisgreiningar til að kortleggja aðdraganda (e. antecedents) sem kveikir erfiða hegðun og afleiðingar sem viðhalda erfiðri hegðun. Við virkni- mat er hægt að nota beina athugun þar sem tilvik um erfiða hegðun eru skráð um leið og þau gerast ásamt aðdraganda og afleiðingum hegðunarinnar í svokallaðri AHA-skráningu. Við endurteknar AHA- skráningar ætti að koma í ljós mynstur í áhrifaþáttum sem kveikja og viðhalda erfiðu hegðuninni. Einnig er hægt að afla upplýsinga með virknimatsviðtölum við kennara, foreldra eða nemandann sjálfan. Viðtöl geta sérstaklega gagnast við að afla upplýsinga um einstaklingsbundna bak- grunnsáhrifavalda (e. setting events) sem ýta undir að erfið hegðun eigi sér stað. Niðurstöður virknimats eru settar fram í tilgátu um tilgang erfiðrar hegðunar sem felur í sér lýsingu á hinni óæskilegu hegðun og aðdraganda, afleiðingum og bakgrunnsáhrifavöldum hennar (O‘Neill o.fl., 1997). Tilgangi erfiðrar hegðunar má skipta gróflega í tvo flokka (O´Neill o.fl., 1997). Annars vegar gæti erfið hegðun þjónað þeim tilgangi að veita aðgang að einhverju eftirsóknarverðu, svo sem athygli félaga, aðstoð kennara eða tíma í tölvu. Þá er talað um að erfið hegðun sé já- kvætt styrkt þar sem eitthvað eftirsóknar- vert gerist í kjölfar hennar sem eykur líkur á að hún sé endurtekin við sömu aðstæður. Ef til dæmis nemandi sem blótar og hendir bókinni í gólfið fær umsvifalaust aðstoð kennara er líklegra að hann endurtaki þá hegðun til að fá aðstoð í framtíðinni. Hins vegar gæti erfið hegðun þjónað þeim til- gangi að forða einstaklingi frá einhverju óþægilegu, s.s. stríðni félaga, kröfum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.