Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 160
160
Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir
sjón með en bekknum var skipt í í 16 til
25 nemenda hópa eftir námsgrein hverju
sinni. Kennt var í opnu kennslurými sem
var skipt í vinnusvæði með skilrúmum og
var stuðningsfulltrúi Andra innan handar
í bóklegum kennslustundum. Andri var
jákvæður gagnvart allri samvinnu við full-
orðna en helsti vandi hans var truflandi og
á stundum ofbeldisfull hegðun gagnvart
skólafélögum. Einnig átti Andri til að yfir-
gefa kennslustundir án leyfis og sótti þá
mjög í félagsskap unglinga. Fyrri íhlutun
hafði meðal annars falið í sér svokallaða
brosbók þar sem eingöngu voru skrifaðar
jákvæðar athugasemdir, félagsfærniþjálf-
un og táknstyrkja skólans fyrir jákvæða
hegðun.
Birgir var átta ára, greindur með ADHD
og vitsmunaþroska á tornæmisstigi í 1.
bekk og hafði verið á metylfenídati í rúmt
ár. Birgir var í 3. bekk með 23 nemendum
sem einn kennari hafði umsjón með og
kenndi í hefðbundnum kennslustofum.
Árganginum með tæplega 50 nemendum
var kennt í fjórtán til sextán nemenda
hópum í íslensku, stærðfræði og sam-
félagsfræði. Birgir naut stuðnings sér-
kennara í sjö bóklegum kennslustundum
á viku ásamt fleiri nemendum. Birgir stóð
vel félagslega, en vandi hans fólst í því
að hann meðtók ekki fyrirmæli sem gefin
voru yfir hópinn, stóð oft á fætur og olli
mikilli truflun í kennslustundum, einkum
ef hann þurfti að bíða eftir aðstoð. Honum
gekk illa að einbeita sér, var undir meðal-
lagi í námslegri getu og þurfti kennari
helst að sitja hjá honum til að fá hann til
að vinna. Meðal fyrri íhlutunar var að sitja
hjá „rólegum“ sessunauti nálægt kenn-
araborði, með stundatöflu límda á borðið.
Einnig voru gefin skýr fyrirmæli og tákn-
styrkjar fyrir jákvæða hegðun.
Davíð var átta ára, greindur með
ADHD og mótþróaþrjóskuröskun fimm
ára gamall og með ódæmigerða einhverfu
og þroskamynstur óyrtra námserfiðleika
(e. socio-emotional learning difficulties)
meðan á rannsókn stóð. Hann var í 3.
bekk með 23 nemendum, sama bekk og
Birgir. Davíð naut stuðnings sérkennara
í 21 bóklegri kennslustund á viku ásamt
fleiri nemendum. Davíð stóð sig vel í
íþróttum og tengdist félögum í gegnum
fótboltaiðkun en átti erfitt með að setja
sig í spor annarra og átti það til að beita
önnur börn ofbeldi þó dregið hefði úr
því á yfirstandandi skólaári. Kennarar og
foreldrar lýstu honum sem „órólegum,
hvatvísum, ögrandi, uppátektarsömum
og mótþróafullum“. Að sögn kennara var
Davíð einnig „gleyminn og óþolinmóður“,
fylgdi illa fyrirmælum og sýndi truflandi
hegðun og vanvirkni í sumum kennslu-
stundum. Fyrri íhlutun fól meðal annars í
sér brosbók með eingöngu jákvæðum at-
hugasemdum, hvatningarbók með mark-
miði um að fylgja fljótt fyrirmælum um að
koma til kennara að lesa og að sitja nálægt
kennaraborði með stundatöflu límda á
borðið. Námsefni var líka stundum ein-
faldað eða stytt fyrir Davíð.
Mælitæki, markhegðun og
áreiðanleiki skráninga
Í virknimatsviðtölum við kennara, for-
eldra og þátttakendur og við gerð stuðn-
ingsáætlunar var stuðst við eyðublöð sem