Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 170

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 170
170 Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir stöður fyrri rannsókna á áhrifum atferlis- íhlutana. Í rannsókn Zuilmu Gabrielu Sig- urðardóttur og Önnu-Lindar Pétursdóttur (2000) minnkaði truflandi hegðun grunn- skólanemenda með ADHD að meðaltali um 59% þegar samningsbundin hvatning- arkerfi voru notuð. Í erlendum rannsókn- um þar sem einstaklingsmiðaðar stuðn- ingsáætlanir byggðar á virknimati hafa verið notaðar með grunnskólanemendum með langvarandi hegðunarerfiðleika hefur yfirleitt dregið verulega úr truflandi hegð- un (Lane o.fl., 1999), eða um 40–60% að meðaltali (O´Neill og Stephenson, 2009), nema í undantekningartilvikum (Kennedy o.fl., 2001). Svipaða sögu er að segja af íslenskum grunnskólanemendum sem sýndu 75% minni truflandi hegðun eftir að einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir byggðar á virknimati tóku gildi í rannsókn seinni höfundar (2011). Niðurstöður þess- arar rannsóknar ríma því vel við niður- stöður fyrri rannsókna á þessu sviði. Aukin sjálfstjórn með stighækkandi viðmiðum um frammistöðu Þrír þátttakendanna sýndu merki um aukna sjálfstjórn með stighækkandi við- miðum um frammistöðu í stuðningsáætl- unum. Andri, Birgir og Davíð áttu það sameiginlegt að sýna hvatningarbókunum mikinn áhuga og fylgdu því fast eftir að fá sína daglegu umbun þegar markmiði var náð, en með batnandi frammistöðu virt- ust þessar ytri stýringar skipta þá minna máli. Jákvæða athyglin frá kennurum eða ánægja með aukna sjálfstjórn virtist smám saman verða næg jákvæð styrking fyrir viðeigandi hegðun þeirra. Þessar niður- stöður eru í andstöðu við þau neikvæðu áhrif sem Deci o.fl. (2001) hafa haldið fram að séu af notkun táknstyrkja og umbunar á innri áhugahvöt til að standa sig vel. Þvert á móti viðhélst góð frammistaða eftir að notkun umbunar og táknstyrkja var hætt, sem er í samræmi við niðurstöður Came- ron o.fl. (2001). Truflandi hegðun Andra, Birgis og Davíðs jókst ekki þó að notkun hvatn- ingarkerfis lyki eftir fjórar til sjö útgáfur með stighækkandi færniviðmiðum. Það kom fyrri höfundi og kennurum á óvart þar sem mörg úrræði höfðu verið reynd án árangurs undanfarin ár. Einstaklings- miðuðu stuðningsáætlanirnar fólu í sér að betur var komið til móts við þarfir þátt- takendanna fyrir athygli og verkefni við hæfi þannig að þeir þurftu ekki að grípa til truflandi hegðunar til að fá þeim mætt. Með hverri útgáfu áætlananna var síðan dregið úr ytri stýringu hvatningarkerf- anna þannig að úthald þátttakendanna og færni þeirra í að stjórna eigin hegðun jókst smám saman. Jafnframt komu umsjónar- kennarar oftar óbeðnir til þátttakendanna eftir að íhlutun hófst, hrósuðu þeim og hvöttu þá áfram eða veittu aðstoð, svo stuðningsáætlanirnar virtust einnig breyta hegðun kennaranna. Aðrar jákvæðar breytingar Til viðbótar útkomu úr beinum áhorfs- mælingum á truflandi hegðun var ýmis- legt annað sem benti til jákvæðra breyt- inga hjá þátttakendum í kjölfar íhlutunar. Til að mynda fóru Birgir og Davíð að rétta mun oftar upp hönd til að biðja um hjálp eftir að íhlutun hófst. Fyrri höfundur sá Birgi aldrei rétta upp hönd í neinni grunn- skeiðsmælingu og Davíð aðeins einu sinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.