Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 81

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 81
80 fannst honum kannski að tími væri til kominn að tala um það sem brann á honum við ritun bókarinnar hálfri öld fyrr: samkynja langanir.4 Slík umræða um Man eg þig löngum hófst reyndar ekki með viðtalinu í Degi heldur sjö árum síðar í grein eftir Hjálmar Sveinsson um Elías og verk hans sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins og enn fremur í viðtalsbók Hjálmars, Nýr penni í nýju lýðveldi, sem kom út ári síðar – sama ár og Elías lést.5 Nú, áratug eftir að skrif Hjálmars og viðtöl hans við Elías birt- ust, er Man eg þig löngum orðin sæmilega þekkt sem eitt af elstu íslensku skáldverkunum sem fjalla um samkynja langanir6 en hún hefur ekki verið greind ítarlega sem slík eða út frá hinsegin fræðum – og raunar hefur hún ekki enn hlotið neina fræðilega umfjöllun. Eftirfarandi grein er ætlað að bæta úr því en hér á eftir verður leitast við að greina hvernig hinsegin kyn- verund birtist í sögunni, fyrst og fremst með hliðsjón af kenningum Eve Kosofsky Sedgwick um hinsegin gjörningshátt (e. queer performativity). Að skrifa um það sem ekki má nefna Man eg þig löngum gerist á fimmta áratug 20. aldar og fjallar um ár í lífi Halldórs Óskars Magnússonar, unglingspilts að vestan sem kemur til Reykjavíkur til að ganga í gagnfræðaskóla. Hann er feiminn og óöruggur, upplifir sig öðruvísi en annað fólk, á erfitt með félagsleg samskipti og fell- ur að lokum á vorprófunum. Hann eyðir flestum sínum stundum einn síns liðs eða með trúnaðarvinum sínum tveimur, Bóasi og Ómari, og þótt hann sé skotinn í Helgu skólasystur sinni hefur hann sig aldrei í að tala við hana. 4 Í þessari grein er oft talað um samkynja langanir, ástir og þrár fremur en samkyn- hneigð. Ástæðan er sú ákvörðun höfundar að forðast að skilgreina einstaklinga eða sögupersónur sem samkynhneigðar ef þær hafa ekki sjálfar gengist við sam- kynhneigðri sjálfsmynd. Einstaklingur sem þráir eða elskar sama kyn er ekki sjálf- krafa samkynhneigður í þeim skilningi að hann hneigist eingöngu til sama kyns eða skilgreini sig sem samkynhneigðan; samkynja langanir geta vaknað samhliða gagnkynja þrám, verið til staðar tímabundið eða alla ævi, beinst að einungis einum aðila eða fleirum o.s.frv. 5 Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, Lesbók Morgunblaðsins 28. október 2006, bls. 4–5; og Nýr penni í nýju lýðveldi, Reykjavík: Omdúrman, 2007. 6 Sem dæmi má nefna að í stuttri Wikipediu-færslu um Elías Mar segir að því hafi „verið haldið fram að í skáldsögunni Man eg þig löngum komi í fyrsta skipti í íslenskum bókmenntum fram samkynhneigð sögupersóna.“ Sjá „Elías Mar“, Wikipedia: Frjálsa alfræðiritið, sótt 28. mars 2017 af https://is.wikipedia.org/wiki/ El%C3%ADas_Mar. Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.