Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 81
80
fannst honum kannski að tími væri til kominn að tala um það sem brann á
honum við ritun bókarinnar hálfri öld fyrr: samkynja langanir.4
Slík umræða um Man eg þig löngum hófst reyndar ekki með viðtalinu
í Degi heldur sjö árum síðar í grein eftir Hjálmar Sveinsson um Elías og
verk hans sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins og enn fremur í viðtalsbók
Hjálmars, Nýr penni í nýju lýðveldi, sem kom út ári síðar – sama ár og
Elías lést.5 Nú, áratug eftir að skrif Hjálmars og viðtöl hans við Elías birt-
ust, er Man eg þig löngum orðin sæmilega þekkt sem eitt af elstu íslensku
skáldverkunum sem fjalla um samkynja langanir6 en hún hefur ekki verið
greind ítarlega sem slík eða út frá hinsegin fræðum – og raunar hefur hún
ekki enn hlotið neina fræðilega umfjöllun. Eftirfarandi grein er ætlað að
bæta úr því en hér á eftir verður leitast við að greina hvernig hinsegin kyn-
verund birtist í sögunni, fyrst og fremst með hliðsjón af kenningum Eve
Kosofsky Sedgwick um hinsegin gjörningshátt (e. queer performativity).
Að skrifa um það sem ekki má nefna
Man eg þig löngum gerist á fimmta áratug 20. aldar og fjallar um ár í lífi
Halldórs Óskars Magnússonar, unglingspilts að vestan sem kemur til
Reykjavíkur til að ganga í gagnfræðaskóla. Hann er feiminn og óöruggur,
upplifir sig öðruvísi en annað fólk, á erfitt með félagsleg samskipti og fell-
ur að lokum á vorprófunum. Hann eyðir flestum sínum stundum einn síns
liðs eða með trúnaðarvinum sínum tveimur, Bóasi og Ómari, og þótt hann
sé skotinn í Helgu skólasystur sinni hefur hann sig aldrei í að tala við hana.
4 Í þessari grein er oft talað um samkynja langanir, ástir og þrár fremur en samkyn-
hneigð. Ástæðan er sú ákvörðun höfundar að forðast að skilgreina einstaklinga
eða sögupersónur sem samkynhneigðar ef þær hafa ekki sjálfar gengist við sam-
kynhneigðri sjálfsmynd. Einstaklingur sem þráir eða elskar sama kyn er ekki sjálf-
krafa samkynhneigður í þeim skilningi að hann hneigist eingöngu til sama kyns
eða skilgreini sig sem samkynhneigðan; samkynja langanir geta vaknað samhliða
gagnkynja þrám, verið til staðar tímabundið eða alla ævi, beinst að einungis einum
aðila eða fleirum o.s.frv.
5 Hjálmar Sveinsson, „Nýr penni í nýju lýðveldi“, Lesbók Morgunblaðsins 28. október
2006, bls. 4–5; og Nýr penni í nýju lýðveldi, Reykjavík: Omdúrman, 2007.
6 Sem dæmi má nefna að í stuttri Wikipediu-færslu um Elías Mar segir að því hafi
„verið haldið fram að í skáldsögunni Man eg þig löngum komi í fyrsta skipti
í íslenskum bókmenntum fram samkynhneigð sögupersóna.“ Sjá „Elías Mar“,
Wikipedia: Frjálsa alfræðiritið, sótt 28. mars 2017 af https://is.wikipedia.org/wiki/
El%C3%ADas_Mar.
Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR