Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 5
Í h e i m i g e t g á t u n n a r
TMM 2012 · 4 5
handa Bjarna Randveri og vantrúarfélagar drógu kæru sína til Siðanefndar
til baka rúmu ári síðar, 28. apríl 2011. Siðanefnd hafði þá sætt harðri gagn-
rýni úr háskólasamfélaginu fyrir málsmeðferðina og þess var krafist að ný
yrði skipuð í staðinn en á það vildu vantrúarfélagar ekki fallast. Síðustu
kærunni var svarað með yfirlýsingu frá Kristínu Ingólfsdóttur rektor 15.
febrúar 2012, þegar hún sendi öllum starfsmönnum háskólans tilkynningu
um að ekkert hafi „komið fram í meðferð málsins sem bendir til þess að
viðkomandi stundakennari hafi gerst brotlegur í starfi“.5 Fjórða kæran, sem
var lögreglukæra á hendur Bjarna Randveri, var send til lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu 27. maí 2011 og var Bjarni m.a. kallaður í yfirheyrslur
í tengslum við hana. Lögreglustjórinn felldi hana niður 26. júlí 2012, en
rúmum mánuði áður, 18. júní 2012,6 lögðu vantrúarfélagar fram fimmtu
kæruna, í þetta sinn aftur til Siðanefndar HÍ en þar var um sömu kæru að
ræða og dregin hafði verið til baka 28. apríl 2011. Þeirri kæru var vísað frá
4. október 2012 á þeim forsendum að hún væri tilefnislaus. Í úrskurðinum
segir: „Þegar allt framangreint er virt er það mat Siðanefndar að umfjöllun
Bjarna Randvers Sigurvinssonar um trúlausa og félagið Vantrú í námskeið-
inu Nýtrúarhreyfingar hafi samrýmst viðurkenndum kennsluaðferðum,
verið innan ramma lýsingar á viðfangsefnum, efnistökum og markmiðum
námskeiðsins og hvorki falið í sér áróður né skrumskælingu.“7 Tekið er fram
að í frávísunardómi Siðanefndar felist endanleg niðurstaða þótt vissulega
gæti félagið tekið upp á því að kæra Bjarna Randver í sjötta sinn, eða ein-
hverja tengda honum.8
Meðhöndlun kærunnar innan háskólans og áróðursspuni Vantrúar í fjöl-
miðlum vormánuði 2010 voru alvarleg atlaga að sjálfstæði íslenskra háskóla,
þar sem akademískum vinnubrögðum var ýtt til hliðar í nafni blindrar
sannfæringar, í nafni fullyrðingagleði sem átti rætur í getgátum og vissu sem
varð ekki hrakin með rökum. Það vekur óneitanlega forvitni að forsvars-
mönnum Vantrúar hafi ekki einu sinni þótt ástæða til að endurskoða efni
nýju kærunnar í ljósi skýringa Bjarna Randvers og nemenda hans. Félagið
brást t.d. á engan hátt við 197 síðna skýrslu Bjarna, „Svari við kæru Van-
trúar“, sem lögð var fram í maí 2010, og tók ekkert mark á greinargerðum sjö
nemenda úr námskeiðinu, en sérhver þeirra lýsti því yfir að kennsluhættirnir
hefðu verið í alla staði eðlilegir.
Hvaða tilgangi þjónar þessi glæra?
Við fyrstu sýn gætu einhverjir lesendur hugsanlega ætlað að ýmislegt væri
til í kæru vantrúarfélaga til Siðanefndar HÍ. Kæran er alls 17 síður (tveggja
síðna kærubréf og fimmtán síðna viðauki) og henni fylgja 74 af 174 glærum
Bjarna Randvers úr glærusettinu „Frjálslynda fjölskyldan“. Í kærubréfinu
er því haldið fram „að efnisval og efnistök Bjarna Randvers [séu] siðlaus“.
Fullyrt er, án þess að færð séu fyrir því rök, að hann hafi „slík tengsl við