Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 135 Einstaklingurinn og hið sammannlega Hér og þar í Ljóðorkuflokknum getur lesandinn gert sér í hugarlund að skáld- ið yrki beint um eigið líf, það sjálft sé persóna í ljóðinu. En á hinn bóginn er ljóðmælandinn í ljóðum Sigurðar stundum fremur skynjandi vitund en einstaklingur sem leitast við að gera upp líf sitt og fortíð. Yrkisefni skáldsins er þá glíma vitundarinnar við heiminn frem- ur en það yrki um einkalíf sitt, sælu- stundir, vonbrigði og sorgir. Sigurður Pálsson leggur mikla áherslu á frjálsa hugsun einstaklingsins. Hvers kyns hjarðmennska, hópsálar- hegðun er honum eitur í beinum. Jafn- framt hefur hann á áhrifamikinn hátt gert skil einmanaleikanum sem getur fylgt djúpri persónulegri skynjun. En hann hefur líka mikinn áhuga á hinu sammannlega. Og í mörgum ljóðum Ljóðorkubókanna hljómar rödd ljóð- mælandans einmitt eins og rödd hins sammannlega, fremur en rödd tiltekins einstaklings. Í þessum ljóðum hefur persónufornafn fyrstu persónu eintölu „ég“ vikið fyrir persónufornafni fyrstu persónu fleirtölu „við“. Og svo virðist sem með orðinu „við“ sé átt við mann- eskjurnar í heiminum almennt. Þessi ljóð lýsa einhverju sem við mennirnir eigum sameiginlegt eða bíður okkar allra. Þau snúast líka oft um einhvers konar lærdóm sem hægt er að draga eða skilning sem unnt er að öðlast, en kennsla og nám eru afar mikilvæg yrk- isefni í ljóðlist Sigurðar. Orðasambandið „kenna mér“ eða „kenna okkur“ kemur fyrir í ýmsum myndum víða í bókum hans. Og kennararnir geta verið af afar ólíkum toga, lífverur, dauðir hlutir, eða huglæg fyrirbæri. Ljóðin eru oft nokk- urs konar greinargerð um inntak dýr- mæts lærdóms, en geta líka innhaldið ávarp til kennarans, bón um að fá að læra af honum, eða þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta kennslu hans. Í þessu sambandi koma upp í hugann kertið sem er beðið um leiðsögn í ljóð- inu Vax í bókinni Ljóðtímaskyn og gamla skrifborðið sem er þakkað af auðmýkt í ljóðinu Tekk í bókinni Ljóð- línudans. Sem dæmi um kennara sem vísað er til í Ljóðorkuflokknum má nefna tré sem hjálpar okkur að sjá hlut- ina bak við hlutina, sakleysislegt orð eins og glugga sem kennir okkur að horfa út um orðin og líka að horfa inn um orðin, og sjálfa ljóðorkuna sem kennir okkur unaðinn sem fylgir því að opna augun fyrir undrunarefnum lífs- ins. Lífsafstaða Ljóðorkuflokkurinn ber mótaðri lífsaf- stöðu Sigurðar Pálssonar glöggt vitni. Sú afstaða einkennist af fegurðarást, lífsfögnuði, frelsisþörf, lotningu fyrir því mikilfenglega og trú á möguleika mannshugans. Engin af þessum tilfinn- ingum hefur misst ferskleika sinn í list skáldsins í gegnum árin. Hver og ein þeirra er lifandi og frjótt en hverfult afl sem stöðugt þarf að vernda og hlúa að í heimi sem er þeim oft andsnúinn. Ljóð- mælandinn í ljóðum Sigurðar þráir að skynja lífið djúpt, sækist eftir upplifun- um, ævintýrum skynjunarinnar. Hann vill ekki brynja sig fyrir áreiti lífsins heldur læra að vinna úr því. Í ljóðunum er vissulega hægt að finna reiði, hryggð og sorg en aldrei tómlæti, deyfð. Órói blóðsins, hrifningarvíma, uppljómanir, kynferðislegt aðdráttarafl, allt er þetta vegsamað í ljóðlist Sigurðar. Hann talar meira að segja um „hinn heilaga losta“. Það sem kallað er skynsemi, yfirvegun fær oft ekki háa einkunn hjá skáldinu. Löngunin til að lifa er stundum svo áköf að einna helst minnir á stemninguna í rokktónlist sjöunda áratugarins, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu: 135
https://timarit.is/page/7077965

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: