Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 135
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 135
Einstaklingurinn og hið
sammannlega
Hér og þar í Ljóðorkuflokknum getur
lesandinn gert sér í hugarlund að skáld-
ið yrki beint um eigið líf, það sjálft sé
persóna í ljóðinu. En á hinn bóginn er
ljóðmælandinn í ljóðum Sigurðar
stundum fremur skynjandi vitund en
einstaklingur sem leitast við að gera upp
líf sitt og fortíð. Yrkisefni skáldsins er þá
glíma vitundarinnar við heiminn frem-
ur en það yrki um einkalíf sitt, sælu-
stundir, vonbrigði og sorgir.
Sigurður Pálsson leggur mikla
áherslu á frjálsa hugsun einstaklingsins.
Hvers kyns hjarðmennska, hópsálar-
hegðun er honum eitur í beinum. Jafn-
framt hefur hann á áhrifamikinn hátt
gert skil einmanaleikanum sem getur
fylgt djúpri persónulegri skynjun. En
hann hefur líka mikinn áhuga á hinu
sammannlega. Og í mörgum ljóðum
Ljóðorkubókanna hljómar rödd ljóð-
mælandans einmitt eins og rödd hins
sammannlega, fremur en rödd tiltekins
einstaklings. Í þessum ljóðum hefur
persónufornafn fyrstu persónu eintölu
„ég“ vikið fyrir persónufornafni fyrstu
persónu fleirtölu „við“. Og svo virðist
sem með orðinu „við“ sé átt við mann-
eskjurnar í heiminum almennt. Þessi
ljóð lýsa einhverju sem við mennirnir
eigum sameiginlegt eða bíður okkar
allra. Þau snúast líka oft um einhvers
konar lærdóm sem hægt er að draga eða
skilning sem unnt er að öðlast, en
kennsla og nám eru afar mikilvæg yrk-
isefni í ljóðlist Sigurðar. Orðasambandið
„kenna mér“ eða „kenna okkur“ kemur
fyrir í ýmsum myndum víða í bókum
hans. Og kennararnir geta verið af afar
ólíkum toga, lífverur, dauðir hlutir, eða
huglæg fyrirbæri. Ljóðin eru oft nokk-
urs konar greinargerð um inntak dýr-
mæts lærdóms, en geta líka innhaldið
ávarp til kennarans, bón um að fá að
læra af honum, eða þakklæti fyrir að
hafa fengið að njóta kennslu hans. Í
þessu sambandi koma upp í hugann
kertið sem er beðið um leiðsögn í ljóð-
inu Vax í bókinni Ljóðtímaskyn og
gamla skrifborðið sem er þakkað af
auðmýkt í ljóðinu Tekk í bókinni Ljóð-
línudans. Sem dæmi um kennara sem
vísað er til í Ljóðorkuflokknum má
nefna tré sem hjálpar okkur að sjá hlut-
ina bak við hlutina, sakleysislegt orð
eins og glugga sem kennir okkur að
horfa út um orðin og líka að horfa inn
um orðin, og sjálfa ljóðorkuna sem
kennir okkur unaðinn sem fylgir því að
opna augun fyrir undrunarefnum lífs-
ins.
Lífsafstaða
Ljóðorkuflokkurinn ber mótaðri lífsaf-
stöðu Sigurðar Pálssonar glöggt vitni.
Sú afstaða einkennist af fegurðarást,
lífsfögnuði, frelsisþörf, lotningu fyrir
því mikilfenglega og trú á möguleika
mannshugans. Engin af þessum tilfinn-
ingum hefur misst ferskleika sinn í list
skáldsins í gegnum árin. Hver og ein
þeirra er lifandi og frjótt en hverfult afl
sem stöðugt þarf að vernda og hlúa að í
heimi sem er þeim oft andsnúinn. Ljóð-
mælandinn í ljóðum Sigurðar þráir að
skynja lífið djúpt, sækist eftir upplifun-
um, ævintýrum skynjunarinnar. Hann
vill ekki brynja sig fyrir áreiti lífsins
heldur læra að vinna úr því. Í ljóðunum
er vissulega hægt að finna reiði, hryggð
og sorg en aldrei tómlæti, deyfð. Órói
blóðsins, hrifningarvíma, uppljómanir,
kynferðislegt aðdráttarafl, allt er þetta
vegsamað í ljóðlist Sigurðar. Hann talar
meira að segja um „hinn heilaga losta“.
Það sem kallað er skynsemi, yfirvegun
fær oft ekki háa einkunn hjá skáldinu.
Löngunin til að lifa er stundum svo áköf
að einna helst minnir á stemninguna í
rokktónlist sjöunda áratugarins, sem