Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 144
D ó m a r u m b æ k u r
144 TMM 2012 · 4
Að hann gengst ekki upp í því að brjóta
annað fólk undir sig, temja það og móta
það eftir eigin höfði? (161)
Samstaða kvenna reynist erfiðleikum
bundin. Þannig hafði það valdið vinslit-
um milli Bíbíar og Laufeyjar vinkonu
hennar þegar hún gagnrýndi hana fyrir
að leggja námið á hilluna og fórna eigin
frama fyrir eiginmanninn.
Baldur Hermannsson, Batti á neðri
hæðinni, er ekki eins næmur á ástandið
og Bíbí. Hann stendur álengdar og virð-
ir lífið fyrir sér og skilur sínum skiln-
ingi, til dæmis þegar hann horfir inn
um glugga á togstreitu Ríkharðs og
Dórótheu um nestisbita sonarins, sem
minnir hann á Tristran og Ísöndu:
Þau hafa lyft höndunum yfir höfuðið á
sér og skiptast á að fetta sig aftur þegar
hitt beygir sig fram. Batti ályktar að
þetta sé einhvers lags dans og þegar þau
hafa endurtekið hreyfingarnar nokkrum
sinnum fara þau að minna hann á tré
sem sveigjast til og frá í vindi. /…/ Batta
finnst ævintýralegt að sjá tvær fullorðnar
manneskjur stíga eitthvað sem líkist
frumstæðum mökunardansi í blokk-
aríbúð á köldum og dimmum morgni á
norðlægum slóðum í nóvember. (130–31)
Batti fæst við alls konar brask við að
útvega bannvöru frá útlendum sendi-
ráðum og herstöðinni á Miðnesheiði.
Auk þess vinnur hann sem afkastamik-
ill þýðandi ástar- og glæpareyfara. Hann
er þannig dæmigerður „hermangari“ en
um leið aðdáandi þjóðlegra bókmennta
og fær listþörf sinni útrás með því að
flétta inn í þýðingar sínar háfleygum
innskotum úr ljóðum íslenskra skálda
sem hann hefur mætur á. Eitt brot er
birt úr ástarsöguþýðingu þar sem hann
hefur látið greipar sópa um ljóðið Mín
er meyjan væna eftir Jónas Hallgríms-
son.
Karlarnir í sögunni finna miklu
meiri samhljóm sín í milli en konurnar
enda þótt samband þeirra Ríkharðs og
Batta einkennist af gagnkvæmri tor-
tryggni, jafnvel hatri. Þeir talast við í
hálfkveðnum vísum og samkomulagi
þeirra um sameiginlega aðgerð vindur
þannig fram að hvorugur veit í raun
hvað hinn hefur í pokahorninu. En
aðgerð er ákveðin, og Þóroddur á að
verða hluti af henni. Faðir hans verður
himinlifandi, því að vinna er upphaf alls
góðs: „drengir sem hanga of mikið í
pilsföldunum hjá mæðrum sínum enda
oftar en ekki í pilsum sjálfir.“ Og það
upphefst ein dásamlegasta flétta sem
sést hefur lengi á íslenskri bók og endar
með því að konurnar, hvor á sinn hátt,
ekki karlarnir, verða til þess að leysa
Þórodd úr viðjum.
Í sögunni skiptast á sögumannsfrá-
sagnir og atburðalýsingar þar sem fylgt
er sjón persóna á víxl, hvorrar á aðra og
á umhverfið, sem þær misskilja stund-
um herfilega. Lýsingarnar geta fengið á
sig ýktar eða afskræmdar myndir:
Ríkharður hlær hvellum hlátri og lítur
til hennar trylltur á svipinn eins og ufsa-
grýla, hann hefur undið upp á sig með
undarlegum hætti og stórar krumlurnar
virðast einhvern veginn í yfirstærð aftan
við höfuðið. (67)
Lýsingar á persónum, sérstaklega í upp-
hafsköflunum, minna sterklega á Guð-
berg Bergsson í fyrstu sögum hans: smá-
smugulegar lýsingar á ósögulegum
hversdagsathöfnum fólks sem segja
mikla sögu:
Hún reykti í myrkrinu, reri fram og
sötraði kaffi sem oft var bæði staðið
og kalt. Hún smjattaði þegar hún
drakk heitt, smáblés og hélt um boll-
ann báðum höndum: „Sei, sei.“ Stund-
um var eins og hana skorti líkamlega
nálægð. Þá reis hún upp og stóð þögul
og álút álengdar. Horfði á myndina