Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2012 · 4 Árni Bergmann Bægifótur bankar á dyr Ármann Jakobsson: Glæsir. JPV útgáfa: Reykjavík 2011. Skáld og rithöfundar hafa gert sér ýmis erindi á slóðir Íslendingasagna, inn í þeirra tíma. Ófáir hafa komið sér í róm- antískan ham til að minna á að „þá riðu hetjur um héruð“. Bæði vegna þess að um tíma voru öll ráð góð til að hressa upp á sjálfstraust hnípinnar þjóðar í vanda – og svo höfðu vinsældir sagn- anna valdið því að ekki er langt síðan að annarhver strákur hafði sagt við sína félaga: Panta að vera Skarphéðinn. Stór- skáld réðust síðar í að afhjúpa hetju- skapinn eins og Halldór Laxness gerði í Gerplu og uppskar reiði meiri en við nú skiljum. Einnig hafa þau skoðað t.d. kristnitökutímann til að fá tveggja tíma sýn á íslenska sérstöðu í bráð og lengd: eigum við að halda í okkar þjóðlega sér- visku (eins og heiðinn sið) eða gerast kristnir eins og allir hinir? Að þessu spurði Gunnar Gunnarsson í „Hvíti- kristur“ og einhvern ávæning höfum við af þessu sama á seinni árum, þegar kristnitaka er gerð að hliðstæðu við dag- skrármál eins og inngöngu í Evrópu- sambandið. Menn hafa reynt að skrifa í þeim anda sagnanna að forðast að ryðj- ast inn fyrir athafnir og tilsvör persón- anna, inn á þeirra innlönd – en hitt er algengara að menn hafi virkjað sitthvað úr sálfræðivitneskju og mannskilningi síns eigin tíma til að fylla í þær eyður og ráða þær gátur sem hin knappa aðferð Íslendingasagna ögrar sínum lesendum með. Það má vel vitna í Halldór Laxness í þessu sambandi. Fullþroska höfundur reyndi hann að halda frekum og alvitr- um höfundi í skefjum í ýmsum verkum og studdist þá eins og allir muna við fordæmi höfunda Njálu og Eglu. En ungur fór hann af stað í skáldsögudrög- um sem nefnd voru „Heiman ég fór“ með reiðilestur yfir þessum leiðindasög- um sem Íslendingar guma af – þar sem „eins og hiksti búti sundur frásögnina, setníngarnar eru snubbóttar, tilbreyt- ingalausar og algeingar“ og lýsingar á tilfinningum manna og sálarlífi afar fátæklegar – enda kemst Njála „ekki í hálfkvisti við smásögur eftir Hermann Bang og Alexander Kielland“ (Heiman ég fór, bls. 66). Það er altént svo, að öll aðferð okkar fornu bókmennta, sú naumhyggja sem þar er stunduð og um leið vægi þeirra í vitundinni bjóða fyrr og síðar upp á það, að rithöfundur ryðjist inn á þeirra vettvang, geri hann að sínum, komi ýmsu því sem honum liggur helst á hjarta fyrir einmitt í sögu sem gerist fyrir meir en þúsund árum. Ég get trútt um talað: sekur um að gera Þorvald víð- förla að viðfangsefni í skáldsögu, þar sem reynt er að skoða bæði það sem sér- stætt er á hverjum tíma og það sem óforgengilegt er í leit manns að trú til að reisa líf sitt á, í glímu við trúarþörf í víðum skilningi. Þá kemur að þessu: Ármann Jakobs- son, sem allan skrattann veit um fornan heim og nýjan, hvað hyggst hann fyrir þegar hann tekur upp þráð úr þeirri fornu sögu sem einna erfiðust er fyrir okkar mannskilning og ratvísi um forn- ar mannaslóðir? En það gerði hann í skáldsögunni Glæsir sem sækir efnivið í Eyrbyggju. Draugur og þjóðlíf Fyrst er að lofa Ármann fyrir hugvits- semi og frumleik í sjálfri sögusmíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: