Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 105
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 105 rekinn er út frá gróðasjónarmiði ein- staklings einu saman“ (91): fjöldi þeirra fer á vergang og áður blómlegar sveitir leggjast í eyði. Samhliða þessari þróun til aukins kapítalisma taka viðhorf að breytast til fátæktar hjá efri stéttum en einnig innan siðfræði og guðfræði: Eftir því sem atvinnulausum fátæklingum fjölgar dregur úr þeirri siðferðislegu skyldu að veita þeim aðstoð. Þess í stað eru þeir álitnir bera ábyrgð á eigin óför- um, einkum vegna þess hversu „latir“ þeir séu. Höfundur spyr: En hvernig gátu þessi umskipti orðið? Ég held að eina haldbæra skýringin sé sú að þessi viðhorf séu sprottin upp við mjög sérstakar aðstæður meðal yfirstéttar sem hleypir gersamlega fram af sér beislinu í græðgi og skákar í því skjólinu að eng- inn geti skakkað leikinn, ekkert vald sé henni sterkara, hún komist því upp með hvað sem er. Tilfinningarnar gagnvart lágstéttunum mótast þá af þeirri nokkuð svo útbreiddu reglu, að menn fara að hata þá sem þeir ræna og féfletta og eigna þeim allt illt. Við aðrar kringumstæður hefðu þessi viðhorf sennilega átt talsvert erfiðara uppdráttar. (121) Þessi fyrirlitning á fátæklingum og lægri stéttum hafi síðan skilað sér inn í klassíska hagfræði og frjálshyggjuna, s.s. í lögmálinu sem kennt er við J.-B. Say (305–7). Annar þáttur bætist við þessa þjóð- félags- og hugarfarsbreytingu, þ.e. „almenna framfarakenningin“ um að mannkynið taki framförum eftir ákveðnum lögmálum „ofar vilja eða gerðum einstakra manna“. Þetta kann að virðast koma illa heim og saman við sterka einstaklingshyggju frjálshyggju- sinna en þó fallast þeir jafnan á að skuggahliðar framfaranna megi „skýra sem nauðsynlegar fórnir sem menn verði að færa fyrir framfarirnar svo þær geti haldið áfram“ (193). Þannig hafi verið óumflýjanlegt og til lengri tíma litið þess virði að með „girðingunum“ hafi „vísindalegur landbúnaður“ tekið við af „óvísindalegum“. Þriðji áhrifaþátturinn er svo sá að fyrir vissa heppni verður Bretland að „lávarði heims“ seint á 18. öld og drottn- ar yfir heimshöfunum og heimsverslun- inni en það gagnast landinu við að ná efnahagslegri stórveldisstöðu sinni, er byggist á „óheilagri þrenningu“ baðm- ullariðnaðar, vélvæðingar og þrælasölu. Þessari breyttu stöðu Breta fylgdu umskipti í viðskiptastefnu þeirra: Til þess að geta byggt upp innlendan baðm- ullariðnað höfðu þeir til þessa fylgt strangri verndarstefnu. „En þegar þeir voru búnir að ná undirtökunum, losa sig við keppinauta og þurftu að hafa ótepptan aðgang að mörkuðum um allan heim, sneru þeir við blaðinu og þá varð „frjáls verslun“ jafn mikill sann- leikur og verndarstefnan hafði áður verið.“ (174–5) Hin klassíska hagfræði er þá til í fullmótaðri mynd til þess að rök- styðja og löghelga þá stefnubreytingu. Nú eru til ólíkar túlkanir á þessum sögulegu fyrirbærum og eflaust hægt að setja spurningarmerki við einstaka atriði í þessari frásögn.8 Fyrir höfundi vakir fyrst og fremst að sýna að þessi sögulegu ferli hafi mótað hugmynda- kerfi klassískrar hagfræði sem og verið forsendan fyrir því hversu miklum áhrifum hún náði og virðist mér sú rök- semdafærsla býsna sannfærandi. Það hafi því verið aðstæður eða samverkan langtímaþróunar af þrennum toga sem kölluðu eftir slíku kenningakerfi fremur en að það hafi fyrir eigin verðleika orðið að ráðandi hugmyndafræði. Til þess að sýna fram á að svo sé tekur Einar Már til við að rýna í kenn- ingar höfunda klassísku hagfræðinnar og rökin sem þeir færa fyrir þeim.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.