Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 51
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I TMM 2012 · 4 51 eigi að vera merkingarlaust. Það getur til dæmis fjallað um tilfinningar og vakið geðhrif. En það á ekki að segja heldur sýna. Til að rekja veraldarsögu sorgarinnar á að sýna auða dyragætt og laufblað af hlyni. Og um ástina gildir slíkt hið sama: Það á ekki að tala um hana heldur sýna strá sem hjúfra sig og tvö ljós yfir hafinu. Og ljóð á ekki að vera satt, trúverðug eftirlíking veruleika, heldur jafngildi hans, sjálfstæður veruleiki. Það er víst eins gott að þeir sem hneyksluðust hvað mest á lokalínunum sem Steinn hafði að ein- kunnarorðum sáu hinar aldrei. En hvað þýða lokalínurnar? Hvernig ber að skilja þær og hvaða hlutverki gegna þær? Ef til vill er ekki fjarri lagi, í fyrstu lotu að minnsta kosti, að líta á þær sem ákall: Æ, mættum við biðja um ljóð sem eru öðruvísi en þau sem við höfum einkum vanist! Og skáldið dregur í myndlíkingum fram ýtrustu andstæður hinna háværu, sjálfumglöðu, afskiptasömu ljóða. Hér á landi virðast lokalínurnar þó yfirleitt hafa verið skildar á þá leið að ljóð ætti ekki að merkja neitt, það ætti einungis að vera, vera ljóð. Sá skilningur kom til dæmis glöggt fram hjá Hannesi Péturssyni í stuttri grein, „Aftur fyrir málið“, sem hann skrifaði um Tímann og vatnið 1969 og er hvöss gagnrýni á slíka stefnu í skáldskap.3 Gagnrýni hans er fróðleg og vert er að skoða hana lítillega. Tekið skal fram að mér er ókunnugt um hvort álit hans á ljóðaflokknum er enn hið sama; greinin er hér einungis höfð til marks um viðbrögð mikilsmetins skálds á þeim tíma þegar hún var skrifuð. Einnig er rétt að hafa í huga að dóma skálda um skáldskap skyldi öðrum þræði líta á sem stefnuskrá þeirra sjálfra, og má reyndar kalla greinina óvenjuskýrt dæmi um það. Hannes Pétursson viðurkennir í fyrrnefndri grein, með nokkrum semingi þó, að „merkingarlaus“ ljóð geti átt sér tilverurétt „ef þau eru haglega gerð og lesandinn lætur vera að leita merkingar í þeim“, en þau hljóti þó alltaf að vera „sníkjudýr“ á málfarslegri merkingu: [L]jóð sem ekkert á að merkja fyrir lesandanum, aðeins vera „það sjálft“, lifir – undir niðri – á þeirri merkingu sem fyrir er í málinu: nærist á misræminu sem verður milli orðanna eins og þeim er beitt í ljóðinu og þeirrar merkingar sem fyrir er í sömu orðum. Merkingin sem ljóðið hafnar er þannig (í felum) líftaug þess. Nokkuð óvarlega virðist talað hér um þá „merkingu sem fyrir er í málinu“ eins og það sé fyrirfram gefin og föst stærð. Sú athugun er þó laukrétt að einnig ‚ljóð án inntaks‘ – ef hafa mætti þau orð um fyrirbærið; nákvæmara væri ‚ljóð án umritanlegs inntaks‘ eða ‚ljóð án vísunar til kunns veruleika‘ – slík ljóð eru af orðum gerð og orð halda alltaf einhverju af tákngildi sínu og tilfinningamætti, það er forsenda þessara ljóða. Rétt er sömuleiðis að þau nærast á misræmi sem verður milli orðanna eins og þeim er beitt í ljóðunum og hversdagslegrar merkingar (prósamerkingar) sömu orða, en hefur það ekki löngum verið aðal góðra ljóða?4 Sá fordæmingartónn sem kemur til dæmis fram í orðinu „sníkjudýr“ er hinsvegar hæpinn. Að yrkja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.