Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 139 Sumum ljóðunum mætti lýsa sem svip- myndum úr mannlífinu. Ort er um manneskjur í tilteknum aðstæðum. Ljóðin eru nokkurs konar sviðsetningar, segja stundum sögu. Dæmi um slík ljóð eru Innan við opinn gluggann úr Ljóð- orkusviði þar sem ljóðmælandi er að velta fyrir sér nakinni konu í húsinu á móti og Litir IV úr Ljóðorkuþörf þar sem elskendur gefa sig á vald unaði atlota og samveru. Sigurður beitir persónugervingu af miklum frumleika í Ljóðorkuflokknum. Alls kyns fyrirbæri tilverunnar lifna við og láta til sín taka. Sólin sest í hásæti, Reykjavíkurgrágrýtið laumar trompun- um sínum út, jörðin birtist okkur sem óseðjandi átvagl, og eins og áður var vikið að senda demantar heimsins frá sér yfirlýsingu og Alþjóðasamband gull- stanganna gerir slíkt hið sama. Þetta getur gert ljóðheim Sigurðar skemmti- lega ævintýralegan. Af svipuðum toga er það stílbragð, sem lengi hefur verið í miklum metum hjá skáldinu, að gefa ýmsum þáttum tilverunnar nýstárleg en lýsandi heiti með frumlegum samsetn- ingum nafnorða. Ýmis skemmtileg dæmi um slíkt er að finna í Ljóðorku- bókunum. Þar er talað um „eldsneyti minnisins“, „fagnaðaróp vorsins“ og „afhelgunarskylduna“, og þegar vikið er að gönguferð sem farin er til að íhuga eða láta hugann reika er talað um að „viðra hugsanahundinn“. En það stílbragð sem einna helst ein- kennir ljóðlist Sigurðar er endurtekning- in. Listileg beiting hennar skapar hið sér- staka hljómfall í ljóðum hans. Yfirleitt miðar hún að því að gera mynd sem þegar hefur verið dregin upp skýrari. Fyrst er eitthvert fyrirbæri nefnt og svo er það nefnt aftur með aðeins nákvæmari hætti. Mýmörg dæmi um slíkt má finna í ljóðabókum Sigurðar og hér að neðan eru tilfærð nokkur úr Ljóðorkubókunum. sprettur beint út úr klettinum mosagrónum klettinum (Ljóðorkulind, bls. 7). Niður í kuðungi veikur niður í kuðungi (Ljóðorkuþörf, bls. 53). Alla leið í höfn Alla leið í heila höfn (Ljóðorkusvið, bls. 77). Þessar endurtekningar ljá ljóðmáli Sig- urðar oft ákveðinn dramatískan þunga, hátíðleika, reisn. Í Ljóðorkubókunum má segja að Sig- urður tjái viðhorf sín til eigin ritstarfa, hlutverks skáldsins og ljóðlistarinnar með persónulegri og beinni hætti en oft áður. Þar er að finna skýrt orðaðar yfir- lýsingar í ætt við stefnuskrá og áhrifa- mikla málsvörn fyrir vegsömun fegurð- ar og dýrðar lífsins. Hann gefur jafn- framt innsýn í vinnubrögð sín. Hann útlistar mikilvægi hinnar huglægu leitar og leggur áherslu á nauðsyn þess að hætta sér út í óvissuna og þora að villast til að geta uppgötvað eitthvað einstakt og óvænt. Töframáttur skynjunarinnar Ljóðorkan, þessi einstaki töframáttur, er eftirsóknarverð fyrir mannshugann. En hún hlýðir ekki fyrirmælum. Það er ekki hægt að kalla hana fram með skip- unum. Aftur á móti er hægt að gera sig móttækilegan fyrir henni, opna hugann. Og að því markmiði er lestur góðrar ljóðlistar rétta leiðin. Það geta vitaskuld verið margar ástæður fyrir því afhverju fólk les ljóð. Nefna má áhuga á þeirri sérstöku og oft meitluðu málbeitingu sem finna má í hinu knappa formi, unun af braglist, hagmælsku eða tónlist tungumálsins. En til viðbótar þessu er kannski eitt það mest heillandi við ljóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: