Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 84
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 84 TMM 2012 · 4 Hér má enn sjá hve haganlega Þorsteinn frá Hamri nýtir sér og endurnýjar af listfengi hefðbundið ljóðmál. Og eins og víðar í ljóðum hans, fyrr og síðar, er hér keimur af þjóðsögum og forneskju. Í tregaljóðum Matthíasar er lýst ferð um jörð þar sem „gjóskan“ hefur „gengið yfir / og gamlar slóðir hraun og mosgrá aska“ (71). En hann man líka: „Við vorum eldar“ (60) og það sprettur gróður af öskunni, „minning sem er mosató við hraun / og mildar þessa svaðilför í raun“ (71). „Manneskjan er ferðalag / og ferðalag er manneskja: / áfangar ýmsir / í sálinni líkt og í löndum.“ Svo segir í ljóðinu „Áfangar“ eftir Þorstein (45). Í minnisferðum skáldanna í bókunum tveimur er gætt að sárum sem tíminn hefur skilið eftir en jafnframt hugað að raunverulegum verðmætum. Það getur verið „fjársjóður“ sem börnum er „í brjóst lagður“, eða neisti „úr nálægum huga“, eða minning þess „að vorið hafi sprungið út / gegnum síma …“, svo gripið sé á þrem stöðum niður í bók Þorsteins (22, 28, 34). Jónas Hallgrímsson er Matthíasi mikilvægur ekki síður en Þorsteini, og Matthías vísar í bók sinni bæði beint og óbeint í orð Jónasar úr „Ferðalokum“ um að brjóta hugarhlekki. Slíkum mætti býr minnið yfir, eins og sjá má í þessum línum Matthíasar (37): Hvort man ég ekki þegar tunglið kom fljúgandi á móti okkur settist á vatnkalda götuna eins og fugl á hvítan spegil, settist á augu þín eins og fugl. Þótt skáldið viti að hjartað sé „sprengja“, þá „er ég ekki / hryðjuverkamaður // ég er ástfanginn af lífinu“ (81) og þótt kvíðinn sé á sínum stað í bókarlok, þegar „sól hnígur / til vesturs,“ þá vinnur myndin í lokaorðunum með töfrum sínum gegn þeirri hreyfingu sem hún birtir: „þessi drúpandi / jöklasóley“ (83). Þetta er kvöldsýn yfir Faxaflóann en hið þrísamsetta orð nær þó jafnframt um landið allt sem og hana sem ort er til í söknuði. Og þyki einhverjum sem ég hafi knúið þessi tvö skáld til samræðu umfram það sem efni standa til, þá bæti ég um betur með því að segja að þessi mynd Matthíasar, þar sem sólinni blæðir við jökul, sé ekki ýkja langt frá lokaorð- unum í bók Þorsteins, um rekísinn sem „nemur í hjartanu stað.“ Tilvísanir 1 Þorsteinn frá Hamri: Allt kom það nær, Reykjavík: Mál og menning 2011 (tilvitnuð orð eru í ljóðinu „Í árdaga“, bls. 10). Matthías Johannessen: Söknuður, Reykjavík: Veröld 2011 (tilvitnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: