Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 74
G í s l i M a g n ú s s o n 74 TMM 2012 · 4 LÖGREGLUMENNIRNIR Það gerðist eitt sinn meðal lögregluþjóna sem gegndu störfum í hinni svokölluðu óeirðasveit, að þeir efuðust um hvort þeir ynnu starf sitt eins vel og þeir hugsanlega gætu. Fáar sveitir innan löggæslunnar voru jafn oft sakaðar um að beita hörku fram úr hófi, og jafnvel hafa það lítinn skilning á lýðréttindum borgaranna að engu var líkara en að þessir lögreglumenn teldu að þeir héldu uppi lögum í fasísku ríki. Á kaffistofunni barst talið að Harrison Ford og því hvernig honum hefði skilist eftir fyrstu ár sín sem leikari, að hann væri alls ekki nógur góður og tók sér því hlé til að vinna sem smiður í nokkur ár, og eftir þessa heimspekilegu útlegð frá hégóma sýndarlistanna sneri hann aftur í kvikmyndabransann og varð besti leikari í heimi. „Við gætum gert þetta,“ sagði einn lögreglumaðurinn. „Það er ekkert offramboð á mönnum sem vilja vinna starfið okkar, við þurfum ekkert að óttast að vera ekki teknir inn aftur ef við hættum í smá tíma.“ „Já, einmitt,“ sögðu hinir og veltu þessu fyrir sér. „Harrison Ford talaði alltaf um að smíðastarfið hefði hjálpað honum að ná innri ró og yfirsýn, það er það sem alltaf er sagt um okkur, að við séum bara strákpjakkar sem viljum bara hasar og fá að skipa öðrum fyrir. Kannski þurfum við bara að þroskast aðeins.“ Úr varð að þrír lögregluþjónar sögðu upp störfum og fóru að vinna við smíðar. Þeir þurftu reyndar að vinna svart enda höfðu þeir engin próf, en það var svo sem enginn stórskaði af því. Eftir tvö ár sneru tveir þeirra aftur í lögregluna og þóttu með þægilegustu og öruggustu lögreglumönnum hvort sem það var á stöðinni eða í ryskingum niðri á torgi, þeir voru aldrei framar sakaðir um valdníðslu og yfirgang. Sá þriðji hélt áfram að vinna við smíðar, en þótti alveg einstaklega slæmur smiður. UM LEIÐIR AÐ MARKMIÐATENGDRI LÍÐAN (Fyrirlestur á sjálfshjálparþingi – utandagskrársvar við spurningum úr sal) Markmiðatengd líðan snýst um að setja sér markmið um að líða betur. Þegar þér líður betur áttu síðan auðveldara með að setja þér enn fleiri markmið. Jafnan er sumsé; markmið samasem líðan samasem markmið. Þetta er aðferð sem byggist á kenningum um sjálfmótaða væntingaframgöngu. Þess vegna er mikilvægt að vita nákvæmlega hversu vel manni á að líða svo maður geti sett sér rétt og viðeigandi markmið. Það skilur hver maður að ef sett eru markmið um að líða of vel þá kann það ekki góðri lukku að stýra, því hvernig má það vera gott að líða of vel? Sömuleiðis ef maður setur sér mark- mið um að líða ekki nógu vel, þá getur það alls ekki verið fullnægjandi. Síðan er jafnvel verra ef markmiðin standast ekki, ef sett eru markmið um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: