Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r 124 TMM 2012 · 4 í texta, bók og sögu.1 Kannski einhverjir hafi tekið til sín ádrepu Soffíu Auðar Birgisdóttur í dómi hennar um Heim til míns hjarta eftir Oddnýju Eiri: „Það er kaldhæðnislegt að þær bókmenntir sem hafa jafnvel fátt annað upp á að bjóða en formúlukenndan „söguþráð“ fá vitrænni umræðu og betri dóma en verk skapandi höfunda sem leyfa sér að gera tilraunir með form og frásagnaraðferð og auðga með því flóru íslenskra bókmennta.“2 Þetta á ekki við um Jarðnæði sem þegar hefur vakið mikla athygli og á eflaust eftir að verða hinum og þessum fræð- ingum umfjöllunarefni. Í því máli sem sem hér fer á eftir er ætlunin að bæta í þann sjóð og draga fram nokkra ein- kennandi og eftirtektarverða þætti við þessa ágætu bók. Staður tilrauna og uppgötvana Hér er viðeigandi, sem þó er iðulega varað við, að dæma innihald bókar af kápunni. Hin sérlega fallega og vel hannaða kápa Ragnars Helga Ólafssonar fangar að sumu leyti efni bókarinnar og anda hennar. Maður og kona sitja við lestur, samanfléttuð í flóknu neti sem tengir þau öðru fólki, fegurð og anda. Í Jarðnæði má lesa um konu sem leit- ar að samastað í fleiri en einni merk- ingu. Í upphafi bókar er sögumaðurinn Oddný flutt heim til Íslands, nýskilin og vantar stað að búa á. Leit hennar að hús- næði fylgir henni í gegnum bókina, hún ferðast landshorna á milli og drepur víða niður fæti en festir hvergi rætur. Hún fæst sjálf við skriftir og veltir fyrir sér öðrum rithöfundum og þá sérstak- lega heimkynnum þeirra, sem oft eru orðin að safni eða minjastað. Í upphafi nýs sambands er sögumanni umhugað um að finna jafnvægi í samskiptum við ástmanninn, húsnæðisleitin rennur saman við þrána eftir lífi á nýjum for- sendum. Húsnæðið fer að standa fyrir hugmynd um tengsl við fjölskylduna, vini, umhverfi og að eiga sér rætur. Enda þótt þessi leit að samastað í til- verunni sé í grunninn frumspekileg og snerti innstu lögmál heimspekinnar þá eru aðstæður sögumanns öðrum þræði eitthvað sem sérhver lesandi kannast við hjá sjálfum sér: „Við gerum lítið annað en að skoða fasteignavefinn. Það er þreytandi að fara inn til svo margra í huganum, raða bókunum sínum upp við svo marga ólíka veggi, reyna að átta sig á því hvort þær komist fyrir. Gera sér andrýmið í hugarlund.“ (102) Hið háfleyga blandast sífellt hinu hversdags- lega, innilegur og látlaus stíll frásagnar- innar myndar aðgengi fyrir lesandann og gerir það að verkum að pælingar sem kvikna af lestri á verkum djúphugulla heimspekinga virka hvorki tyrfnar né framandi. Aðferðir og teikningar forn- leifafræðinga renna saman við söguna á áreynslulausan hátt, og vekja forvitni lesanda sem er þeim með öllu ókunnug- ur. Þessi aðferð er sannarlega ekki öllum rithöfundum gefin, fræðilegar vísanir sem þessar í texta geta auðveldlega orðið tilgerðarlegar og tilgangur þeirra ekki auðskiljanlegur. Það þarf hins vegar ekki að skera á tengsl við lesendur þó að höfundur vísi í eitthvað sem er handan almennrar grunnþekkingar. Í Jarðnæði notar Oddný Eir sér það sem hún hefur lesið, ekki til að skapa fjarlægð við les- endur heldur einmitt til að tengjast þeim betur og bæta einhverju við hvers- dagslega umræðu. Vísanir í textanum eru raunar af ýmsu tagi, allt frá Snoop Dogg (142–143) til Ari- stótelesar. Hér kalla til dæmis orð þess síðarnefnda um að hugsunin eigi heima í algeru næði á hugleiðingar sögumanns um fjölskyldulífið: „Ég held að heimilið eigi ekki að vera staður sem maður þarf að yfirgefa vilji maður upplifa eitthvað í samhljómi við innsta kjarna sinn. Heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: