Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 124
D ó m a r u m b æ k u r
124 TMM 2012 · 4
í texta, bók og sögu.1 Kannski einhverjir
hafi tekið til sín ádrepu Soffíu Auðar
Birgisdóttur í dómi hennar um Heim til
míns hjarta eftir Oddnýju Eiri: „Það er
kaldhæðnislegt að þær bókmenntir sem
hafa jafnvel fátt annað upp á að bjóða en
formúlukenndan „söguþráð“ fá vitrænni
umræðu og betri dóma en verk skapandi
höfunda sem leyfa sér að gera tilraunir
með form og frásagnaraðferð og auðga
með því flóru íslenskra bókmennta.“2
Þetta á ekki við um Jarðnæði sem þegar
hefur vakið mikla athygli og á eflaust
eftir að verða hinum og þessum fræð-
ingum umfjöllunarefni. Í því máli sem
sem hér fer á eftir er ætlunin að bæta í
þann sjóð og draga fram nokkra ein-
kennandi og eftirtektarverða þætti við
þessa ágætu bók.
Staður tilrauna og uppgötvana
Hér er viðeigandi, sem þó er iðulega
varað við, að dæma innihald bókar af
kápunni. Hin sérlega fallega og vel
hannaða kápa Ragnars Helga Ólafssonar
fangar að sumu leyti efni bókarinnar og
anda hennar. Maður og kona sitja við
lestur, samanfléttuð í flóknu neti sem
tengir þau öðru fólki, fegurð og anda.
Í Jarðnæði má lesa um konu sem leit-
ar að samastað í fleiri en einni merk-
ingu. Í upphafi bókar er sögumaðurinn
Oddný flutt heim til Íslands, nýskilin og
vantar stað að búa á. Leit hennar að hús-
næði fylgir henni í gegnum bókina, hún
ferðast landshorna á milli og drepur
víða niður fæti en festir hvergi rætur.
Hún fæst sjálf við skriftir og veltir fyrir
sér öðrum rithöfundum og þá sérstak-
lega heimkynnum þeirra, sem oft eru
orðin að safni eða minjastað. Í upphafi
nýs sambands er sögumanni umhugað
um að finna jafnvægi í samskiptum við
ástmanninn, húsnæðisleitin rennur
saman við þrána eftir lífi á nýjum for-
sendum. Húsnæðið fer að standa fyrir
hugmynd um tengsl við fjölskylduna,
vini, umhverfi og að eiga sér rætur.
Enda þótt þessi leit að samastað í til-
verunni sé í grunninn frumspekileg og
snerti innstu lögmál heimspekinnar þá
eru aðstæður sögumanns öðrum þræði
eitthvað sem sérhver lesandi kannast við
hjá sjálfum sér: „Við gerum lítið annað
en að skoða fasteignavefinn. Það er
þreytandi að fara inn til svo margra í
huganum, raða bókunum sínum upp við
svo marga ólíka veggi, reyna að átta sig
á því hvort þær komist fyrir. Gera sér
andrýmið í hugarlund.“ (102) Hið
háfleyga blandast sífellt hinu hversdags-
lega, innilegur og látlaus stíll frásagnar-
innar myndar aðgengi fyrir lesandann
og gerir það að verkum að pælingar sem
kvikna af lestri á verkum djúphugulla
heimspekinga virka hvorki tyrfnar né
framandi. Aðferðir og teikningar forn-
leifafræðinga renna saman við söguna á
áreynslulausan hátt, og vekja forvitni
lesanda sem er þeim með öllu ókunnug-
ur. Þessi aðferð er sannarlega ekki öllum
rithöfundum gefin, fræðilegar vísanir
sem þessar í texta geta auðveldlega orðið
tilgerðarlegar og tilgangur þeirra ekki
auðskiljanlegur. Það þarf hins vegar
ekki að skera á tengsl við lesendur þó að
höfundur vísi í eitthvað sem er handan
almennrar grunnþekkingar. Í Jarðnæði
notar Oddný Eir sér það sem hún hefur
lesið, ekki til að skapa fjarlægð við les-
endur heldur einmitt til að tengjast
þeim betur og bæta einhverju við hvers-
dagslega umræðu.
Vísanir í textanum eru raunar af ýmsu
tagi, allt frá Snoop Dogg (142–143) til Ari-
stótelesar. Hér kalla til dæmis orð þess
síðarnefnda um að hugsunin eigi heima í
algeru næði á hugleiðingar sögumanns
um fjölskyldulífið: „Ég held að heimilið
eigi ekki að vera staður sem maður þarf
að yfirgefa vilji maður upplifa eitthvað í
samhljómi við innsta kjarna sinn. Heim-