Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 66
66 TMM 2012 · 4 Sverrir Norland Erfidrykkjan Á hverjum morgni var það sama sagan: ég bar út Moggann klakklaust til 89 áskrifenda og tvísteig svo með hjartað í buxunum við garðhliðið hjá þeim nítugasta – „Tómas Tómasson myndlistarmaður“ stóð á áskriftarlistanum – og starði á grænt húsið með þessu skrítna, eldrauða þaki. „Jæja, Steinar Ólafsen,“ muldraði ég fyrir munni mér og taldi svo upp að heillatölunni minni („… ellefu, tólf, þrettán!“) áður en ég tók á rás inn um hliðið. Njólinn og illgresið mynduðu ískyggilegan frumskóg sem náði mér upp að hálsi. Ég þurfti að höggva mér leið með Morgunblaðinu eins og ævintýrahetja sem ryður sér leið með sveðju í átt að markmiðum sínum. Ég vissi að ég hefði ekki nema tíu sekúndur, í mesta lagi tuttugu, til að koma blaðinu í höfn: inn um lúguna. En þetta var engin venjuleg lúga. Hún var bæði lítil og stíf og stirð og þver, hlemmurinn níðþungur, og alls ekki fyrir neina aukvisa að eiga við hana. Til allrar hamingju var ég þaulreyndur blaðburðardrengur. Ég hafði brotið blaðið saman af listfengi, svo að það einmitt rétt slapp inn um lúguna, en þá mátti líka engu skeika. Ég endasentist upp tröppurnar, skaut blaðinu hárfínt beint í mark (níu sek- úndur!) og spretti aftur að hliðinu. Einmitt á þeirri stundu heyrði ég dýrið rumska af svefni sínum, síðan þungt fótatakið á hælum mér … Másandi og blásandi andardráttinn … Eins og fimleikakappi stakk ég mér kollhnís út um hliðið; í sama vetfangi heyrði ég hvernig strekktist á hálskeðjunni – og ógnþrungið gremjuöskrið! Ég þreif blaðburðarpokann upp af jörðinni og hraðaði mér heim á leið, þegar tekinn að kvíða næsta morgni. *** Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég sagt upp starfinu, án þess að hika. Líf mitt og limir voru mér meira virði en mánaðarlegur launa- seðill frá útgefendum Morgunblaðsins. En ég var að safna mér fyrir úkúlele, og það engu skrapatóli handa einhverju blávatni: það var Mahogany Style
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.