Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 35
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n TMM 2012 · 4 35 hetju í skrifum sínum sem taka beri sér til fyrirmyndar vegna gagnrýni hans á kirkju og kristindóm, enda lýsa þeir því yfir að hann sé í þeirra huga „frumkvöðull og mikilmenni“.36 Þetta birtist m.a. í því þegar þeir minntust þess sem sjálfsagðs hlutar að Helgi skyldi hafa ráðist á ráðamenn þjóðarinnar fyrir utan Alþingishúsið með illþrífanlegum skyrslettum. Af því tilefni stilltu þeir sér upp við setningu Alþingis haustið 2004 og buðu þingmönnum upp á skyr.37 Í viðtali við Fréttablaðið um hvað stæði til segir Óli Gneisti Sóleyjarson, einn af stofnendum Vantrúar, að þessi mótmæli Helga séu þau „eftirminnilegustu“ sem hann muni eftir og beri „vott um frábæran húmor“.38 Annar meðstofnandi félagsins og fyrsti formaður þess, Birgir Baldursson, lýsir Helga ennfremur sem aðgerðarsinna sem hafi verið „sannur heiðursmaður“ og segir að því miður hafi „molbúarnir í þessu villi- mannasamfélagi“ aldrei áður séð „svona aktífisma“ sem hann stóð fyrir.39 Í minningargrein um Helga segir Óli Gneisti: Helgi leyfði sér að […] hæðast að kennisetningum kristinnar kirkju. Fyrir þetta er ég honum þakklátur. Trúarkreddur þarf að gagnrýna. Helgi ruddi leiðina og þess vegna virðumst við sem fylgjum í kjölfarið ekki jafnskrýtin. […] Við í félaginu Vantrú syrgjum andlát eina heiðursfélaga okkar […] Um leið lofum við því að baráttumál Helga munu ekki gleymast.40 Það er í samræmi við þessa áherslu á mikilvægi hæðni í málflutningi Helga að ýmislegt sem forystumenn Vantrúar hafa birt opinberlega jafnast á við það allra grófasta sem hann lét frá sér fara.41 Að sama skapi hafa vantrúar- félagar andmælt mjög þeirri grein hegningarlaganna sem leggur bann við að trúarefni löglegra trúfélaga séu smánuð. Þannig er þeim Íslendingum lýst sem ofsóttum hetjum á Vantrúarvefnum sem helst hafa verið sakaðir um guðlast á 20. öld og jafnvel hlotið dóma.42 Vantrúarfélaginn Brynjólfur Þorvarðarson kynnir sig jafnvel sem helgimyndabrjót eða „ídíósynkratískan íkonóblasti“ eins og hann orðar það á bloggsíðu sinni sem helguð er baráttu hans gegn kristindómi og öðrum trúarbrögðum.43 Svipaða sögu er að segja af Birgi Baldurssyni en fljótlega eftir að hann hóf bloggferil sinn árið 2002 skrifar hann á vef sinn að hann finni „æ meiri þörf fyrir að gerast aktívisti/ boðberi“ þegar að trúmálum komi því að svo mjög þyki sér „trúarbrögðin fara á svig við frjálsa hugsun“.44 Haustið eftir að ég var kærður lýsir Birgir því svo yfir á Facebook-síðu sinni að hann sé helgimyndabrjótur og vísar máli sínu til stuðnings í nýlega grein um helgimyndabrot í Viðskiptablaðinu eftir Guðmund Odd Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands.45 Engu að síður kemur fram undir sömu færslu að ólíkt Brynjólfi hafði Birgir ekki áttað sig fyrr en þá á því hvað fælist í helgimyndabroti og því hafi hann ekki skilið hvað ég var að fara með slíkri hugtakanotkun í kennslustund sem hann aldrei sótti:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: