Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 100
100 TMM 2012 · 4 Egill Arnarson Slóði Hag- mennisins Stefán Snævarr: Kredda í kreppu: Frjáls- hyggjan og móteitrið við henni. Heims- kringla, háskólaforlag Máls og menn- ingar: Reykjavík 2011. Einar Már Jónsson: Örlagaborgin: Brota- brot úr afrekasögu frjálshyggjunnar – fyrri hluti. Ormstunga: Reykjavík 2012. Ekki leið langur tími frá því þrír helstu bankar landsins féllu haustið 2008 uns bækur tóku að birtast um ástæður þess og aðdraganda. Sjónarhorn höfunda voru nokkuð ólík, m.a. röktu starfs- menn og jafnvel stjórnendur bankanna reynslu sína af hugarfarinu og vinnu- menningunni sem þreifst innan þeirra og hafði þær afleiðingar sem allir þekkja.1 Segja má að þannig hafi orðið til ákveðin bókmenntagrein sem náð hafi hápunkti sínum og endalokum með Rannsóknaskýrslu Alþingis vorið 2010. Enda þótt skýrslunni hafi ekki verið ætlað að eiga lokaorðið um efnið virðist, kannski af skiljanlegum ástæðum, ekk- ert rit hafa komið út eftir hana sem hefur sögu bankahrunsins og tengdra atburða að meginumfjöllunarefni. Þess í stað tóku bækur að birtast sem deildu á þá stjórnmálalegu hugmyndafræði sem á að hafa búið hegðun bankanna, laga- legri umgjörð þeirra og stefnu, að baki, a.m.k. frá því þeir voru einkavæddir. Er þar átt við frjálshyggjuna eða nýfrjáls- hyggjuna, eins og hún hefur verið nefnd á sl. áratugum. Fyrst í þessum flokki kom út greinasafnið Eilífðarvélin, sem skoðaði umrædda hugmyndafræði á gagnrýninn en nokkuð mismunandi hátt, en svo rit Stefáns Snævars, Kredda í kreppu: Frjálshyggjan og móteitrið við henni, og Örlagaborgin: Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar – fyrri hluti eftir Einar Má Jónsson.3 Verður hér gerð grein fyrir tveimur síðast- nefndu bókunum. Ítarlegir ritdómar hafa birst um þess- ar bækur í tímaritinu Þjóðmálum4 þar sem þeim ásökunum er hafnað að frjáls- hyggjan hafi átt sök á bankahruninu. En rit af sama umfangi frjálshyggjunni til varnar hefur ekki litið dagsins ljós. Þau sem þó hafa komið út snúast fremur um að kynna trúarleg rök fyrir græðgi5 eða að boða – í formi sjálfshjálparrits – útópíska samfélagssýn þar sem tryggt sé að opinberar eftirlitsstofnanir o.fl. dragi ekki úr persónulegri ábyrgð hvers og eins á eigin lífi.6 En hvað einkennir þessi tvö upp- gjörsrit við frjálshyggjuna? Svo óvenju- lega vill til að höfundar Kreddu í kreppu og Örlagaborgarinnar eru báðir háskólakennarar sem dvalið hafa og starfað áratugum saman erlendis en segjast hafa fundið hjá sér þörf til þess að reyna að forða landsmönnum undan frekari áföllum af völdum umræddrar stefnu. Hvorugur þeirra lýsir sér sem mótföllnum kapítalísku hagkerfi, heldur aðeins þeirri stefnu við rekstur þess sem frjálshyggjan er. Það er sammerkt með báðum höfundum að rit þeirra eru að stórum hluta skrifuð hagfræðinni til höfuðs. Umfram allt vakir þó fyrir þeim að taka hana niður af stalli raunvísinda D ó m a r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.