Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 4
4 TMM 2012 · 4
Guðni Elísson
Í heimi getgátunnar
Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason
„Ekkert í gögnum málsins bendir til þess að kennarinn hafi á neinn hátt gerst brot-
legur við siðareglur HÍ. Fyrir liggja yfirlýsingar frá sjö nemendum er sátu námskeið
Bjarna um nýtrúarhreyfingar og segja þau öll kennsluna hafa verið til fyrirmyndar,
hvergi hafi verið hallað á Vantrú eða aðrar trúleysishreyfingar. Þessar yfirlýsingar
eru studdar af greinargerðum tíu sérfræðinga í túlkunarvísindum sem allir lýsa því
yfir að ekkert sé út á kennsluglærur Bjarna Randvers að setja. […] Síðast en ekki síst
fóru svo fjörutíu háskólakennarar yfir þau málsgögn sem lágu fyrir og komust að
þeirri niðurstöðu að Bjarni hefði ekki á neinn hátt gerst brotlegur við siðareglur og
að ekkert tilefni væri til að gagnrýna kennslugögn hans í námskeiðinu.“
Úr yfirlýsingu sem 109 akademískir starfsmenn við íslenska háskóla
skrifuðu undir og birt var í íslenskum fjölmiðlum 13. desember 2011.1
„Það virðast allir fallast á að glærurnar séu í hæsta máta vafasamar.“
Egill Helgason, 27. desember 2011, kl. 10.33.2
„Kæru félagar. Klukkan 15:00 í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur
Bjarna Randveri og Guðfræði í Háskóla Íslands. Okkur ber skylda til að verja
heiður okkar þegar á hann er ráðist af svo voldugum andstæðingi að ósekju.
Við munum berjast á vefnum, í blöðum, með bréfum og jafnvel í fjölmiðlum
þar til fullur sigur er unninn.“ Á þennan veg hljómaði umtöluð yfirlýsing
Reynis Harðarsonar sálfræðings og formanns Vantrúar frá 12. febrúar
2010 á umræðuvef félagsmanna, en með henni blæs hann í lúðra fyrir þann
mikla greinaflokk sem félagið átti eftir að birta næstu daga og vikur gegn
stundakennaranum Bjarna Randveri Sigurvinssyni og Guðfræði- og trúar-
bragðafræðideild Háskóla Íslands.3
Viku fyrr hafði félagið lagt fram þrjár kærur vegna kennslu Bjarna
Randvers í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar sem kennt var haustið 2009, en
Reynir Harðarson lýsir ferð sinni með kærurnar upp í Háskóla Íslands svo
í skeyti til félaga sinna: „Þremur sprengjum varpað … ósprungnar“.4 Ein
var afhent á skrifstofu Kristínar Ingólfsdóttur rektors HÍ, aðra fékk Pétur
Pétursson deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar, en sú þriðja
fór inn á borð Amalíu Skúladóttur ritara Siðanefndar HÍ. Reynir upplýsti í
engu tilvikanna um tilvist hinna kæranna.
Deildarforseti afgreiddi kæruna 9. mars 2010 með traustsyfirlýsingu til