Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 81
Ti l m ó t s v i ð l í f s r e y n s l u n a
TMM 2012 · 4 81
Það vill svo til að í ljóðinu „Dreif“ (11) lætur Þorsteinn einnig guð véla
um hag elskendanna, en sá er ekki sama sinnis (þessi guðir minna í ráðs-
mennsku sinni nokkuð á þá sem sátu á Ólympstindi forðum):
Þau virtust ætla að verða eitt; en guðinn
sá ekki slíkrar sameiningar þörf …
Hann hvíslaði út í rökkrið líkt og í leiðslu:
Hve einstök, dálítið einmana,
sértæk brot!
Hve glatt þau munu glóa við sól og degi
í garði, í fjöru, á krossgötum, alfaravegi!
Draumurinn, fegurðin, raunveran,
rauð í sárið.
Þannig lýkur ljóðinu með raunverunni og sári hennar og þar með eiginlega
utan þeirrar reynslu sem tungan fær tjáð, en samt þesskonar lífsreynslu
sem sest að í manninum til langframa. Sorgarreynslan í ljóðum Matthíasar
er einnig af þessu tagi og orðræðan þversögn, tal kringum tóm, hljóð sem
drukkna í þögn (15):
Engu svarað, enginn kemur,
ógn og dauði.
Og ég læt þá nótt sem nemur.
Eilífð kyrrð og engu líkara
en dauðinn þagni, þögnin sé
þetta eina, hvorki né.
„Þögn“ er eitt af lykilorðum bókarinnar en yrkjandinn kiknar ekki undan
þögninni, heldur knýr hana til máls, eins og eftirfarandi línur eru til vitnis
um, máttugar í einfaldleika sínum (32):
Rödd þín fjarri,
ég finn hana aðeins
í eigin blóði,
hún er hvíslandi þögnin
í þessu ljóði.
Tregaljóð Matthíasar einkennast af átökum sem eru í senn áköf og mild,
átökum fjarska og nándar, missis og minnis. Hann víkur ítrekað að því
sem skilji hann og hana að; skilin birtast í ýmsum myndum, til dæmis sem
sverð og fljót, en fyrr en varir er hún samt bráðlifandi innra með honum.
Það er hins vegar ekki auðveld kennd, því að þeim sem maður tregar djúpt