Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 44
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n 44 TMM 2012 · 4 manna en mörg skráð trúfélög. Það væri því undarlegt að taka ekki Helga til umfjöllunar í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar. Niðurstaða Af öllu þessu sést að gagnrýni Helga Hóseassonar á kirkju og kristindóm hefur ótvírætt sögulegt, félagslegt og trúarlegt vægi hér á landi á síðari árum, ekki síst vegna þess fylgis sem smám saman myndaðist í kringum hann, þess hlutverks sem þessir aðdáendur hans hafa gefið honum og þeirra áhrifa sem fjölmiðlar hafa haft á þá þróun. Umfjöllunin um Helga í nám- skeiðinu Nýtrúarhreyfingar var alls ekki neikvæð og hann bara kynntur til sögunnar sem „orðljótt níðskáld“ og „klámkjaftur“ eins og segir í kærunni heldur var rætt um samhengi og eðli þeirra sýnidæma sem dregin voru fram á glærum. Það ætti öllum að vera ljóst að glærur eru ekki tæmandi og segja ekki endilega til um áherslur í kennslu. Þó svo að ýmislegt hafi verið dregið fram sem gagnrýna megi Helga fyrir, þá talaði ég einnig um jákvæðar hliðar hans, svo sem lýðhylli hans, jákvæð samskipti hans við ýmis skólabörn og hversu einstaklega velheppnuð nafngift hans á Siðmennt hafi verið. Kjarni málsins varðandi Helga í kærumálinu er sú þversögn að Þórður Harðarson formaður fyrri Siðanefndar HÍ gagnrýnir mig fyrir að ræða um geðsjúkan mann sem ég taki mark á en vantrúarfélagar geta sér til um að ég sem guð- fræðingur hljóti að hafa verið að niðurlægja heilbrigðan manninn með því að taka hann og verk hans til greiningar í háskólakennslu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild. Sérskipuð Siðanefnd HÍ komst að lokum að þeirri niðurstöðu að kæran væri tilefnislaus. Tilvísanir 1 Durkheim, Emile: The Elementary Forms of Religious Life. The Free Press. New York. 1995. Bls. 44. 2 Þórður Harðarson: „Greinargerð í siðanefndarmáli.“ Morgunblaðið. 8. desember 2011. Bls. 21. 3 Sem dæmi um þetta má nefna að Matthías Ásgeirsson, einn af fimm stofnendum Vantrúar, kynnir sig sem „herskáan umburðarlyndisfasista“ á Facebook-síðu sinni (http://www.facebook. com/matthias.asgeirsson). Annar meðstofnandi , Óli Gneisti Sóleyjarson, segist mjög sáttur við að vera kallaður „militant atheist“. (Óli Gneisti Sóleyjarson: „Er ritskoðun á Vantrú? Viðbrögð: 04/10/05 15:53.“ Vantrú. 20. september 2005. Vefslóð: www.vantru.is/2005/09/20/13.00/.) Og Magnús S. Magnússon rannsóknarprófessor við HÍ, sem nýgenginn er í félagið, kynnir sig sem „a 100% militant atheist“ á Facebook-síðu sinni (http://www.facebook.com/magnus.s.magnusson). 4 Þannig er þetta orðað í lögum Vantrúar haustmisserið 2009. („Lög Vantrúar.“ Vantrú. 2009. Vefur: http://vantru.is/log_vantruar.shtml.) 5 Reynir Harðarson: Bréf til Siðanefndar Háskóla Íslands. 4. febrúar 2010. 6 Þórður Harðarson: „Greinargerð …“ 7 Einar Björgvinsson: Meðan einhver ennþá þorir: Mannréttindabarátta Helga Hóseassonar Fjölvaútgáfa. Reykjavík. 1997. Bls. 23–28, 43. 8 Árni Þórarinsson: „Ef allir hugsuðu eins og Helgi …“ Fólkið. Morgunblaðið. 24. október 2003. Bls. 16. 9 „Heldur heitu fyrir Helga Hóseasson.“ Fréttablaðið. 1. maí 2008. Bls. 62.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: