Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2012 · 4 dagbókina sem heimild sem er laus við ástríður.4 Eins og sögumaður Jarðnæðis segir um dagbók látinnar frænku: „Engar tilfinningar nema á milli lína.“ (191) Á meðan sendibréf voru iðulega einlæg og gátu verið full af ástríðum snerust dagbækur ekki um tilfinningar og vangaveltur um tilveruna, heldur eru menn að fylgjast með breytileika lífsins – íslenskir bændur að skrifa um veðrið, breytingar sem varða skepnur og búskaparhætti. En dagbók Oddnýjar Eirar er ekki einkamiðill af þessu tagi, enda þótt hvergi sé lesandinn ávarpaður upplifði ég Jarðnæði sem samtal við les- endur – eða jafnvel spjall. Þrátt fyrir ýmsar vangaveltur um einkalíf, sam- búðarform og tengsl við fjölskyldu og vini þá er sögumaður líka staddur á víg- velli samfélagsorðræðunnar og hugleiðir framtíð Íslands í víðu samhengi: Fólkið úr bænum lítur á landið undir bústaðnum sem lóð en ekki jörð. Heildar- sýnin á landið hefur tapast. Það þarf að endurnýja tengslin við náttúruna, tengslin við framtíðina. Í þessu framlengda milli- bilsástandi og óvissu vantar framtíðarsýn. Þá er ég að tala um Ísland sem heild. Og mig sem hluta af þeirri heild … (112) Þannig tvinnast hið persónulega og samfélagslega ítrekað saman í hugleið- ingum sögumanns og kannski er aldrei hægt að setja skörp skil þar á milli. Dag- bókin verður því einlæg en aldrei einka- mál sögumanns. Að því leyti má segja að Oddný Eir brjóti upp frásagnarhefð- ina með þessari dagbók um breytileika tilfinningalífsins og samhengi menn- ingarsögunnar. Dagbókin Jarðnæði hefst á Lúsíu- messu og hver kafli er kenndur við þann dag sem hann er skrifaður. Lesandi getur auðveldlega staðsett á almanakinu Þorláksmessu, sumarsólstöður, jafnvel kyndilmessu – en Brígídarmessa gæti verið honum framandi. Þegar líður á söguna koma í ljós vörður í hringrás árstíðanna sem eru lesandanum óskilj- anlegar; dna-dagur og sósumessa. Þrátt fyrir línulaga frásögn dagbókarformsins er með þessum ókunnuglegu merkidög- um sköpuð óvissa í huga lesandans um eðlilegt flæði tímans. Þar með hætta dagarnir að hafa almenna merkingu tengda sögu, hefðum og samfélagi, en í staðinn skapast persónulegur skilningur á þeim sem færir lesanda nær sögu- manni. Hið línulega flæði dagatalsins er tálsýn, hér fer tíminn í hring eins og hugur sögumanns (33). „Endurfædd almanök“ eru hluti af lokadraumsýn sögumanns og tímatalið er henni hugleikið. Hún veltir fyrir sér merkingu dagatalsins þar sem hver dagur heitir eitthvað: Íslenska almanakið virðist að hluta bundið fjárbúskap, þó stendur til dæmis ekki fengitími í því eða sauðburður. Svo eru nokkrir gamlir kaþólskir helgidagar og kristnir og kannski einstaka heiðin helgi sem hefur flotið með. Það hljóta að vera til lærðar greinar um tilurð allra helgidaga heimsins. Og auðvitað ætti maður að búa sér til sitt eigið almanak og hafa til hliðsjónar. Fyrsti kossinn, fyrsta ástarsorgin, fyrsta samviskubitið, fyrsta sjálfstæðisyfirlýsingin, fyrsta heila hugs- unin. Eða hvernig myndi maður byggja slíkt dagatal upp? (44) Dagatal sameinar bæði línulegt eðli tím- ans og hringrás hans. Merkidagarnir skilgreina árið en þeir koma aftur næsta ár með nýjum upplifunum, Jónsmessur áranna mynda hringrás sem endur- spegla hringrás árstíðanna, tilfinninga og nándar, umhverfis, lífs og dauða. Stundum er hringrásin í Jarðnæði auð- lesin og skýr, en einnig ósjálfráð og umlykjandi, eins og árstíðir í raunveru- leikanum, allt í einu er komið vor.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.