Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 111
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 111
Örlagaborgin: Brotabrot úr afrekasögu
frjálshyggjunnar – fyrri hluti, Ormstunga:
Reykjavík 2012.
4 Atli Harðarson: „Hvað er nýfrjálshyggja?“,
Þjóðmál, haust 2010, 3. hefti, 6. árg., s.
85–93; sami: „Sagnfræðileg predikun“,
Þjóðmál, haust 2012, 3. hefti, 8. árg., s.
76–82 og Geir Ágústsson: „Í nafni henti-
stefnunnar“, Þjóðmál, haust 2012, 3. hefti,
8. árg., s. 86–91. Ritdómar Atla eru um
Eilífðarvélina og Örlagaborgina en gagn-
rýni Geirs um Kreddu í kreppu.
5 Richards, J.W.: Peningar, græðgi og Guð:
hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki
vandamálið, (Elín Guðmundsdóttir þýddi),
Ugla: Reykjavík 2011. Sjá guðfræðilega
gagnrýni á hana eftir Ragnar Gunnarsson:
„Nokkrir þankar um Guð og stjórnmálin:
Umfjöllun um bókina Peningar, græðgi
og Guð eftir John W. Richards“, Bjarmi,
tímarit um kristna trú, 2. tbl., 106. árg., júlí
2012, s. 12–17.
6 „Nauðung getur aðeins átt sér stað með
ofbeldi eða hótun um ofbeldi. […] Þetta
gildir hvort sem um er að ræða ofbeldi til
að sporna við reykingum eða til að refsa
fólki fyrir að borga ekki skatta í þágu
banka og annarra fyrirtækja sem reiða sig
á ríkisstuðning eða til að neyða fólk til að
borga fyrir áskrift að útvarpsstöð eða til að
stjórna innihaldi matvæla eða ofbeldi gegn
minnihlutahópum eða ofbeldi sem ætlað
er að bæta stöðu minnihlutahóps.“ (Gunn-
laugur Jónsson:Ábyrgðarkver: bankahrun
og lærdómurinn um ábyrgð, Sögur: Reykja-
vík 2012, s. 82.) Ekki má heldur gleyma
útgáfu á helstu skáldsögum Ayns Rand
en nú þegar hafa Uppsprettan (Þorsteinn
Sigurlaugsson þýddi, Almenna bókafélagið:
Reykjavík 2011; hún kom raunar fyrst út í
íslenskri þýðingu undir heitinu Uppruninn
(Fjölsýn: Reykjavík 1990)) og Undirstaðan
(Elín Guðmundsdóttir þýddi, Almenna
bókafélagið: Reykjavík 2012) komið út og
reglulegum greinaskrifum frjálshyggju-
sinna í tímaritið Þjóðmál. Vafalítið gleymi
ég einhverju í þessari upptalningu en í raun
má segja að merkilegt nokk standi útgáfa á
verkum frjálshyggjumanna í þó nokkrum
blóma um þessar mundir.
7 Í ritdómi sínum um bókina lýsir Geir
Ágústsson hentistefnu Stefáns sem þægi-
legri aðferð til þess að afsaka öll mistök
sem geti orðið við útfærslu hennar; þá sé
alltaf hægt að kenna einhverjum utanað-
komandi þáttum um: lélegri framkvæmd,
misskilningi á stefnunni o.s.frv. – en aldrei
stefnunni sjálfri. (Geir Ágústsson: „Í nafni
hentistefnunnar“, Þjóðmál, haust 2012, 3.
hefti, 8. árg., s. 86–87.) Nú á sú gagnrýni
ekki aðeins við um miðju- og hentistefnu,
eins og reynslan sýnir, en hún vekur þó
óneitanlega spurningu um hvort ekki sé
líklegra að hentistefna Stefáns birtist í
stjórnmálum sem slík tækifærismennska,
þar eð minna fer fyrir stefnufestu í henni.
8 Stefán Snævarr segir t.a.m. „mjög umdeilt“
að það „hafi verið búandkörlum efnahags-
lega skaðvænlegt eður ei […] að bithagar
og veiðilendur sem allir gátu áður nýtt að
vild“ voru „einkavædd“ á 18. öld (276).
Raunar hefur heimildin sem hann vísar í
í því sambandi aðeins að geyma afdráttar-
lausan neikvæðan dóm um „girðingarnar“
og því má segja að út frá því gerist Stefán
hér sekur um óhóflega hófsemi í túlkun.
(Cheyney C. Ryan: „Yours, Mine and Ours:
Property Rights and Individual Liberty“,
Reading Nozick: Essays on Anarchy, State,
and Utopia, (ritstjóri Jeffrey Paul), Basil
Blackwell: Oxford 1982, s. 323–343.)
9 Gauti Kristmannsson: „Örlagaborgin“,
Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs, 21.06.2012.
Sjá: http://www.hugras.is/2012/06/orlaga-
borgin/.
10 Dæmi um ítarlega fræðilega gagnrýni á
annað verk Einars Más er að finna í ritdómi
Davíðs Kristinssonar og Hjörleifs Finns-
sonar, „„Sápukúlur tískunnar“. Um Bréf
til Maríu eftir Einar Má Jónsson“ (Hugur,
tímarit um heimspeki 19 · 2007, s. 142–178).
11 Um ólíkar túlkanir á iðnbyltingunni sjá
t.d. pistil Stefáns Snævars: „Iðnbyltingin og
Einar Már“, Eyjan, 23.09.2012. Sjá: http://
blog.pressan.is/stefan/2012/09/23/idnbylt-
ingin-og-einar-mar/.
12 Atli Harðarson: „Sagnfræðileg predikun“,
Þjóðmál, haust 2012, 3. hefti, 8. árg., s. 77.
13 „Fyrirtækjasamsteypur í íslensku umhverfi.
Ræða eftir Þór Sigfússon á fundi FVH 13.
maí 2004“, Viðskiptaráð Íslands, 13.05.2004.
Sjá: http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/318/.