Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 129 Guðni Elísson og Alda Björk Valdimars- dóttir frá sér rit sem innihélt sjö greinar um skáldverk Steinunnar. Titill ritsins er Hef ég verið hér áður? og er fenginn úr ljóði eftir Steinunni en hann skír- skotar til þess að gamalkunn stef og minni ganga í gegnum höfundarverk hennar, tíminn, hringrás náttúrunnar, vensl ástar og dauða, árekstur lífs- og dauðahvatar og þráin eftir upprunan- um.2 Ritið er ákaflega notadrjúgur inn- gangur að verkum Steinunnar en í því er einnig skoðað hvernig Steinunn vinnur á skapandi hátt með ólíkar bókmennta- hefðir eins og tregaljóðið, tilfinninga- söguna og ástarsöguna. Enn fremur sýna Guðni og Alda Björk fram á að sál- greining er einn af lyklunum að skáld- skap Steinunnar. Í síðustu greininni leiðir Guðni raunar í ljós hvernig Stein- unn vinnur á skapandi hátt með sál- greiningu í skáldsögunni Góða elskhug- anum (2009) – þeirri næstu á undan jójó – og tekur beinlínis þátt í fræðilegri samræðu um verk sín, sérstaklega þá umfjöllun Öldu Bjarkar sem er (endur)- birt í greinasafninu. Tengsl bókmennta og sálgreiningar eiga sér langa og áhuga- verða sögu og hafa myndað nokkurs konar átakasvæði, eins og Úlfhildur Dagsdóttir bendir á í ritdómi,3 en slíkt innlegg höfundar í viðtökur verka sinna sem sjá má í Góða elskhuganum er óvenjulegt (þó ekki óþekkt) hér á landi þar sem samræða höfunda við bók- menntafræðin(g)a hefur löngum mótast af viðhorfum sem Guðbergur Bergsson lýsti eitt sinn sem sambandi hins slæga geðsjúklings við geðlækni sinn. Ekki er ætlunin að taka til máls í þessari athygl- isverðu samræðu hér, enda þyrfti til þess einhvern fróðari um Freud og hans fylgihnetti en þann sem skrifar þessi orð, en það fer þó varla fram hjá mörg- um lesendum að einnig í jójó er sál- greining undirliggjandi straumur. Jójó er saga um ástir, vináttu, svik, níðingsskap, fjölskyldubönd sem í flest- um tilvikum hafa trosnað eða rofnað – og tvífarasaga eins og ráða má af titlin- um sem speglar sjálfan sig. Tvífari Martins í sögunni, Martin Martinetti, franskur utangarðsmaður og krabba- meinssjúklingur sem Martin Montag einsetur sér að lækna með úthugsaðri hernaðaráætlun, hefur sömuleiðis afneitað foreldrum sínum. Þeir Martin- arnir eiga það einnig sameiginlegt að vera fæddir í sama mánuðinum á sama árinu og vilja ljúka lífinu hið fyrsta. Þegar sagan hefst eru aftur á móti þrjú ár liðin síðan Martinarnir tveir kynnt- ust, Martinetti getur þakkað geislalækn- inum að meinið er horfið og með þeim hefur tekist mikil vinátta. Martin Mon- tag getur í raun ekki hugsað sér lífið án tvífara síns, segir að ef hann hefði misst hann en ekki bjargað úr klóm æxlisins hefði hann misst sjálfan sig: „Húrrað beina leið á eftir honum“ (137). Sé horft til langrar hefðar tvífarasagna er sam- band Martinanna nokkuð óvenjulegt. Líkt og Gunnþórunn Guðmundsdóttir bendir á í ritdómi boðar það iðulega ógæfu og jafnvel dauða að hitta tvífara sinn.4 Í jójó ber tvífarinn vissulega í sér dauðann en í sameiningu sigrast Mart- inarnir á honum og ekki bara einu sinni heldur tvisvar því að endingu er það Martin Martinetti sem verður bjarg- vættur Martins Montag. Í grein sinni um „Hið óhugnanlega“ sagði Freud tvífarann vekja hræðslu og vera boðbera dauðans en hann vakti einnig athygli á kenningu landa síns og starfsbróður Ottos Rank um þróun þessa minnis en hann sagði að tvífarinn hafi upphaflega – eða á gömlu stigi sálar þroska – verið trygging gegn eyði- leggingu sjálfsins, „kraftmikil afneitun á valdi dauðans“ eins og segir í grein- inni.5 Átök lífs- og dauðahvatar tengjast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.