Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 129
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 129
Guðni Elísson og Alda Björk Valdimars-
dóttir frá sér rit sem innihélt sjö greinar
um skáldverk Steinunnar. Titill ritsins
er Hef ég verið hér áður? og er fenginn
úr ljóði eftir Steinunni en hann skír-
skotar til þess að gamalkunn stef og
minni ganga í gegnum höfundarverk
hennar, tíminn, hringrás náttúrunnar,
vensl ástar og dauða, árekstur lífs- og
dauðahvatar og þráin eftir upprunan-
um.2 Ritið er ákaflega notadrjúgur inn-
gangur að verkum Steinunnar en í því er
einnig skoðað hvernig Steinunn vinnur
á skapandi hátt með ólíkar bókmennta-
hefðir eins og tregaljóðið, tilfinninga-
söguna og ástarsöguna. Enn fremur
sýna Guðni og Alda Björk fram á að sál-
greining er einn af lyklunum að skáld-
skap Steinunnar. Í síðustu greininni
leiðir Guðni raunar í ljós hvernig Stein-
unn vinnur á skapandi hátt með sál-
greiningu í skáldsögunni Góða elskhug-
anum (2009) – þeirri næstu á undan
jójó – og tekur beinlínis þátt í fræðilegri
samræðu um verk sín, sérstaklega þá
umfjöllun Öldu Bjarkar sem er (endur)-
birt í greinasafninu. Tengsl bókmennta
og sálgreiningar eiga sér langa og áhuga-
verða sögu og hafa myndað nokkurs
konar átakasvæði, eins og Úlfhildur
Dagsdóttir bendir á í ritdómi,3 en slíkt
innlegg höfundar í viðtökur verka sinna
sem sjá má í Góða elskhuganum er
óvenjulegt (þó ekki óþekkt) hér á landi
þar sem samræða höfunda við bók-
menntafræðin(g)a hefur löngum mótast
af viðhorfum sem Guðbergur Bergsson
lýsti eitt sinn sem sambandi hins slæga
geðsjúklings við geðlækni sinn. Ekki er
ætlunin að taka til máls í þessari athygl-
isverðu samræðu hér, enda þyrfti til
þess einhvern fróðari um Freud og hans
fylgihnetti en þann sem skrifar þessi
orð, en það fer þó varla fram hjá mörg-
um lesendum að einnig í jójó er sál-
greining undirliggjandi straumur.
Jójó er saga um ástir, vináttu, svik,
níðingsskap, fjölskyldubönd sem í flest-
um tilvikum hafa trosnað eða rofnað –
og tvífarasaga eins og ráða má af titlin-
um sem speglar sjálfan sig. Tvífari
Martins í sögunni, Martin Martinetti,
franskur utangarðsmaður og krabba-
meinssjúklingur sem Martin Montag
einsetur sér að lækna með úthugsaðri
hernaðaráætlun, hefur sömuleiðis
afneitað foreldrum sínum. Þeir Martin-
arnir eiga það einnig sameiginlegt að
vera fæddir í sama mánuðinum á sama
árinu og vilja ljúka lífinu hið fyrsta.
Þegar sagan hefst eru aftur á móti þrjú
ár liðin síðan Martinarnir tveir kynnt-
ust, Martinetti getur þakkað geislalækn-
inum að meinið er horfið og með þeim
hefur tekist mikil vinátta. Martin Mon-
tag getur í raun ekki hugsað sér lífið án
tvífara síns, segir að ef hann hefði misst
hann en ekki bjargað úr klóm æxlisins
hefði hann misst sjálfan sig: „Húrrað
beina leið á eftir honum“ (137). Sé horft
til langrar hefðar tvífarasagna er sam-
band Martinanna nokkuð óvenjulegt.
Líkt og Gunnþórunn Guðmundsdóttir
bendir á í ritdómi boðar það iðulega
ógæfu og jafnvel dauða að hitta tvífara
sinn.4 Í jójó ber tvífarinn vissulega í sér
dauðann en í sameiningu sigrast Mart-
inarnir á honum og ekki bara einu sinni
heldur tvisvar því að endingu er það
Martin Martinetti sem verður bjarg-
vættur Martins Montag.
Í grein sinni um „Hið óhugnanlega“
sagði Freud tvífarann vekja hræðslu og
vera boðbera dauðans en hann vakti
einnig athygli á kenningu landa síns og
starfsbróður Ottos Rank um þróun
þessa minnis en hann sagði að tvífarinn
hafi upphaflega – eða á gömlu stigi
sálar þroska – verið trygging gegn eyði-
leggingu sjálfsins, „kraftmikil afneitun
á valdi dauðans“ eins og segir í grein-
inni.5 Átök lífs- og dauðahvatar tengjast