Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 21
Í h e i m i g e t g á t u n n a r
TMM 2012 · 4 21
mér finnst þetta reyndar afar leiðinlegur og frekur félagsskapur, meðal annars vegna
þess að það er ekki nokkurt vit í að hamast þetta í kirkjunni, hún er bara eins og það
er, en mér finnst samt út í hött að bera þeim á brýn að þeir séu öfgahópur – skoð-
anir þeirra fara nokkurn veginn saman við það sem vísindin segja að sé satt og rétt
um alheiminn […] Og allt þetta sem var á glærunum miðaði við að sýna Vantrú í
sem verstu ljósi. Það er klént og heimskulegt, en ég ætla ekki að bera brigður á rétt
mannsins til að fjalla svona um hlutina – en svo má auðvitað velta fyrir sér hvort
guðfræði eigi yfirleitt að kenna í háskóla. (kl. 10:22 og 10:24)
Síðasta athugasemdin sýnir glögglega vanþekkingu Egils á viðfangsefninu.
Námskeið Bjarna Randvers var kennt á forsendum trúarlífsfélagsfræði, ekki
guðfræði. Hér ber einnig að hafa í huga að þeir einu sem skilgreint hafa
Vantrú sem öfgahóp í umræðunni sem vitnað er til hérna eru þeir Stefán
Einar Stefánsson og Egill Helgason. Þó að Stefán Einar vísi til Vantrúar sem
öfgahóps og ræði Bjarna Randver í leiðinni, er ekki hægt að gera Bjarna
ábyrgan fyrir þeim orðum frekar en Bjarni ber ábyrgð á hugmyndum Egils
Helgasonar frá 2006 og 2007. Hugmyndir Bjarna Randvers um Vantrú eru
líka miklu flóknari en svo að þær megi skilgreina með stikkorðahugsun af
því tagi sem Egill og Stefán beita hérna.59
Það sem er reyndar fréttnæmast við þessi skoðanaskipti Stefáns Einars og
Egils er að á aðeins fjórum árum hafa þessi félagasamtök umbreyst frá því
að vera svæsinn sértrúarsöfnuður sem ítrekað vekur upp hugrenningatengsl
hjá Agli við kommúnisma og nasisma, yfir í að birta skoðanir sem „fara
nokkurn veginn saman við það sem vísindin segja að sé satt og rétt um
alheiminn“. Þetta verður að teljast nokkur árangur hjá aðgerðasinnunum
innan Vantrúar. Egill hefur hér gengist inn á umræðuforsendur hópsins og
tekið sér stöðu með sínum gömlu andstæðingum í máli þar sem kennari
við Háskóla Íslands er kærður fyrir glæru sem gerir gamla afstöðu Egils að
umfjöllunarefni. Grétar Halldór Gunnarsson áttar sig á mikilvægi þessa því
á sama spjallþræði segir hann réttilega: „Nógu mikið hefur Egill samt snúist
á sveif með þeim. Þannig að skærur þeirra gegn honum hafa greinilega ekki
verið til einskis hjá þeim, sbr. Overton-gluggann sem þeir hafa að leiðarljósi“
(kl. 10:31).
Hlutskipti Bjarna Randvers er á engan hátt frábrugðið vanda þeirra vísinda-
manna sem á undanförnum áratugum hafa legið undir opinberu ámæli
fyrir rannsóknir sem ógna ríkum hagsmunum, eða ganga í berhögg við hug-
myndafræði þrýstihópsins. Slíkir rannsakendur eru oft úthrópaðir, krafist
er afsagnar þeirra og almenningur er æstur upp í ofsafengna andúð, gjarnan
með hjálp misviturra fjölmiðlamanna. Hið sanna í málinu skilar sér seint og
jafnvel aldrei út í samfélagið, því að sannleikurinn er of frekur til rúmsins
og krefst of mikils tíma af önnum köfnum lesendum sem axla ekki ábyrgð á
skoðunum sínum með því að grafast fyrir um réttmæti þeirra.
Flestir þeirra einstaklinga sem tóku eindregna afstöðu gegn Bjarna