Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 21
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 21 mér finnst þetta reyndar afar leiðinlegur og frekur félagsskapur, meðal annars vegna þess að það er ekki nokkurt vit í að hamast þetta í kirkjunni, hún er bara eins og það er, en mér finnst samt út í hött að bera þeim á brýn að þeir séu öfgahópur – skoð- anir þeirra fara nokkurn veginn saman við það sem vísindin segja að sé satt og rétt um alheiminn […] Og allt þetta sem var á glærunum miðaði við að sýna Vantrú í sem verstu ljósi. Það er klént og heimskulegt, en ég ætla ekki að bera brigður á rétt mannsins til að fjalla svona um hlutina – en svo má auðvitað velta fyrir sér hvort guðfræði eigi yfirleitt að kenna í háskóla. (kl. 10:22 og 10:24) Síðasta athugasemdin sýnir glögglega vanþekkingu Egils á viðfangsefninu. Námskeið Bjarna Randvers var kennt á forsendum trúarlífsfélagsfræði, ekki guðfræði. Hér ber einnig að hafa í huga að þeir einu sem skilgreint hafa Vantrú sem öfgahóp í umræðunni sem vitnað er til hérna eru þeir Stefán Einar Stefánsson og Egill Helgason. Þó að Stefán Einar vísi til Vantrúar sem öfgahóps og ræði Bjarna Randver í leiðinni, er ekki hægt að gera Bjarna ábyrgan fyrir þeim orðum frekar en Bjarni ber ábyrgð á hugmyndum Egils Helgasonar frá 2006 og 2007. Hugmyndir Bjarna Randvers um Vantrú eru líka miklu flóknari en svo að þær megi skilgreina með stikkorðahugsun af því tagi sem Egill og Stefán beita hérna.59 Það sem er reyndar fréttnæmast við þessi skoðanaskipti Stefáns Einars og Egils er að á aðeins fjórum árum hafa þessi félagasamtök umbreyst frá því að vera svæsinn sértrúarsöfnuður sem ítrekað vekur upp hugrenningatengsl hjá Agli við kommúnisma og nasisma, yfir í að birta skoðanir sem „fara nokkurn veginn saman við það sem vísindin segja að sé satt og rétt um alheiminn“. Þetta verður að teljast nokkur árangur hjá aðgerðasinnunum innan Vantrúar. Egill hefur hér gengist inn á umræðuforsendur hópsins og tekið sér stöðu með sínum gömlu andstæðingum í máli þar sem kennari við Háskóla Íslands er kærður fyrir glæru sem gerir gamla afstöðu Egils að umfjöllunarefni. Grétar Halldór Gunnarsson áttar sig á mikilvægi þessa því á sama spjallþræði segir hann réttilega: „Nógu mikið hefur Egill samt snúist á sveif með þeim. Þannig að skærur þeirra gegn honum hafa greinilega ekki verið til einskis hjá þeim, sbr. Overton-gluggann sem þeir hafa að leiðarljósi“ (kl. 10:31). Hlutskipti Bjarna Randvers er á engan hátt frábrugðið vanda þeirra vísinda- manna sem á undanförnum áratugum hafa legið undir opinberu ámæli fyrir rannsóknir sem ógna ríkum hagsmunum, eða ganga í berhögg við hug- myndafræði þrýstihópsins. Slíkir rannsakendur eru oft úthrópaðir, krafist er afsagnar þeirra og almenningur er æstur upp í ofsafengna andúð, gjarnan með hjálp misviturra fjölmiðlamanna. Hið sanna í málinu skilar sér seint og jafnvel aldrei út í samfélagið, því að sannleikurinn er of frekur til rúmsins og krefst of mikils tíma af önnum köfnum lesendum sem axla ekki ábyrgð á skoðunum sínum með því að grafast fyrir um réttmæti þeirra. Flestir þeirra einstaklinga sem tóku eindregna afstöðu gegn Bjarna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.