Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 30
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n
30 TMM 2012 · 4
nefnist Svar við kæru Vantrúar og lögð var fyrir Siðanefnd HÍ 17. maí 2010
en hér verður sjónum fyrst og fremst beint að umfjöllun minni um Helga og
vægi hans í trúarsögu landsmanna á síðari árum.
Kærumál Vantrúar
Í kæru Vantrúar, félags yfirlýstra trúleysingja sem ýmsir hverjir skilgreina
sig sem „herskáa“3 og segjast „berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu,
s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum“,4 er
því haldið fram að ég kynni ljóðskáldið og mótmælandann Helga Hóseasson
einungis sem „orðljótt níðskáld og klámkjaft“ og spurt hvort ég gefi „sann-
gjarnt yfirlit um „mannréttindabaráttu“ hans“, baráttu hans við kirkjuna eða
trúleysi hans.5
Siðanefndarfulltrúarnir tóku þegar í stað undir getgátur vantrúarfélaga
og töldu óhæfu að Helgi Hóseasson, veikur maðurinn, væri yfirleitt nefndur
á nafn í háskólakennslu. Í grein sinni „Greinargerð í siðanefndarmáli“ í
Morgun blaðinu 8. desember 2011 segir Þórður Harðarson, formaður Siða-
nefndar HÍ:
Kannski er þungamiðjan í kærunni röð af glærum, þar sem BRS birtir óviðfelldnar
og klámfengnar vísur um þekkt fólk: Forseta, tvo ráðherra, tvo biskupa og a.m.k.
einn prest. Kveðskapurinn er eftir látinn mann, sem ekki mun hafa gengið heill
til skógar, en tengdist Vantrú. Töldu vantrúarmenn, að BRS vildi með þessu sýna
nemendum sínum dæmigerðan málflutning Vantrúar. Bentu þeir á, að mikil ábyrgð
væri lögð á íslenska guðfræðinga af lútersskóla að fjalla um trúarhreyfingar, sem þeir
virtu e.t.v. ekki mikils.6
Um afdrif kærunnar er það að segja að Vantrú dró hana til baka 28. apríl
2011 en lagði hana fram á nýjan leik ári síðar. Ný sérskipuð Siðanefnd HÍ
komst að þeirri niðurstöðu 4. október 2012 að kæran væri tilefnislaus og
vísaði henni frá.
Barátta Mótmælanda Íslands
Helgi Hóseasson varð landskunnur fyrir andúð sína á þjóðkirkju og
kristindómi og baráttu fyrir því að skírn sín yrði tekin til baka og það skráð
í þjóðskrá. Það var á sjöunda áratug liðinnar aldar sem hann hóf baráttu
sína fyrir alvöru, fyrst árið 1962 þegar hann leitaði til Sigurbjörns Einars-
sonar biskups eftir því sem hann kallaði „afskírn“ og með fyrirspurn um
hvort „ríkisvaldinu bæri ekki skylda til að fallast á ónýtingu skírnar- og
fermingarsáttmála síns og votta það í þjóðskrá, ef hann færi fram á það“, og
síðan tveimur árum síðar þegar hann höfðaði mál gegn biskupi til að fá hann
dæmdan til að ógilda skírnarsáttmálann. Dómsmálinu var vísað frá á öllum
dómsstigum og enginn af þeim prestum sem Helgi leitaði til féllst heldur á