Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 18
G u ð n i E l í s s o n 18 TMM 2012 · 4 að senda athugasemdina aftur en aftur var henni eytt. Í þriðja skiptið var ekki nóg að athugasemdinni væri eytt heldur fékk ég símtal frá Agli Helgasyni. Egill var frekar æstur en ég skal reyna að koma með nokkra punkta úr samtalinu. Ef ég kommenta aftur þá lætur hann loka fyrir IP-töluna mína. Enginn frá Vantrú má kommenta á greinar hjá honum. Jón Torfason er gáfaðri/merkilegri en ég af því að hann er úr sveit, er gamall og heitir ekki asnalegu nafni! Egill játaði að vera alveg sama Vinaleið [svo] en er bara að tala um hana til þess að æsa andstæðinga hennar upp. Við á Vantrú erum vitlausir að láta hann æsa okkur upp. Hann skellti á um það bil þegar ég fékk hláturskast úr [svo] af sveitamanna komm- ent inu. Kannski að ég sendi Eygló að tala við hann næst. Hún er úr sveit og þess vegna er hún ákaflega gáfuð. Þar að auki heitir hún svona klassísku nafni. Það er ekki alveg jafn flott og Jón en það ætti að duga.49 Þótt vissulega sé minnst á Egil Helgason á vefsvæðum vantrúarfélaga vorið og sumarið 2007 fjara deilurnar hratt út en blossa svo aftur upp um haustið þegar Egill skrifar enn einn pistilinn til höfuðs ,ofstækisfullu trúleysi‘ og ræðir nú andstæður skynsemishyggju og trúarþarfar. Egill segir vandann „við Richard Dawkins [vera] að hann er síst minni ofstækismaður en margt af því fólki sem hann er að fjalla um“ á meðan nýaldarkúltúrinn er frekar vinalegur. Egill segir fólk geta fundið sér „ótalmargt verra […] til að gera“ og minnir á að ekki geti „allir verið skynsamir“: Í þessu felst líka ákveðin þversögn. Dawkins og hans fólk (sem mér liggur við að kalla sértrúarsöfnuð) er mjög uppsigað við það sem má kalla trúarþörf. En sóknin í nýaldargutlið ber vott um mikla þörf fyrir að trúa – við getum jafnvel kallað það trúgirni.50 Vísað var til pistils Egils í sérstakri athugasemd á vef Vantrúar og spunnust um hann nokkrar umræður.51 Matthías Ásgeirsson andmælir t.a.m. þeirri hugmynd að „Vantrú [sé] „fólkið hans Dawkins“. Þetta er kjánaleg mýta sem Egill og [svo] endurtekur hér. Dawkins er ekki leiðtogi trúleysingja frekar en Randi, Shermer, Sagan, Dennet [svo] eða Bertrand Russel [svo].“52 Vantrúar- félaginn Svanur Sigurbjörnsson læknir gagnrýndi Egil í athugasemdakerfinu með orðunum: „Pistill Egils er ótrúlega slappur. Hann sakar Dawkins ofstæki [svo] og líkir Vantrú við sértrúarsöfnuð án rökstuðnings. Þetta er ótrúlega ábyrgðarlaust og grunnhyggið.“ Hann skrifaði svo sérstakan pistil á vefsvæði sínu þar sem hann gagnrýndi skrifin frekar.53 Teitur Atlason, sem gekk undir nafninu Khomeni í Vantrú, telur skrif Egils vera viðbrögð við málefnalegri gagnrýni, en „Prímadonnan Egill trompaðist náttúruleg [svo] og fór meir að segja hamförum í SÍMTÖLUM við vantrúarmeðlimi!“ Teitur segir Egil enn og aftur hafa „undirstrkað [svo] sjálfan sig sem mesta vindbelg íslenkskra [svo] bloggara. í [svo] honum hvín af meiri þrótt [svo] en víðast hvar í netheimum“.54 Barátta vantrúarfélaga við „Krulla kverúlant“, en það var uppnefni sem Matthías Ásgeirsson notaði um Egil,55 fólst ekki aðeins í því að andmæla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.