Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 75
N o k k r a r s ö g u r TMM 2012 · 4 75 að líða of vel og það gengur ekki eftir, heldur líður viðkomandi annaðhvort bara sæmilega eða ekki nógu vel, o.s.frv. Það er nógu slæmt að líðanin sé ekki góð, og ekki á það bætandi að markmiðin standist ekki heldur – því einsog margoft hefur komið fram, eru góð og vönduð markmið sem standast, ávísun á góða líðan. Nú spurði maður mig nýlega hvort þetta væri ekki orsakafræðileg blind- götulúppa, þar sem hvort um sig hefur jafn mikil áhrif á hitt og ómögulegt að segja hvort á eða þarf að koma fyrst. Jú, vissulega, en hvað áttu að gera ef þú kemur að meðvitundarlausum manni? Seturðu fætur hans upp í loft til að láta blóðið flæða til heilans, eða reisir upp höfuð og herðar til að dæla blóði til fótanna? Þessu er ekki gott að svara, ef hann fær blóð í fæturna getur hann staðið upp og gengið sig til meðvitundar, og með aukið blóðstreymi til heilans eru meiri líkur á að hann vakni og geti sagt þér hvað er að. Stundum eru allir kostir jafn góðir. SNÁKURINN Þau voru að keyra yfir Þorskafjarðarheiðina, keyrðu hægt því að skafningur var á veginum og þau héldu að það gæti verið ísað undir. Allt í einu sagði ein þeirra að þau ættu að stoppa því hún sá eitthvað í vegarkantinum. Hvað er þetta eiginlega, ekki er þetta spýta sem spíralast svona, er þetta kannski dekkstætla? Þau fóru svo út úr bílnum til að kíkja nánar og þá kom í ljós að þetta var snákur. Hvað er snákur að gera hér, á þessum árstíma? spurði einn, og annar bætti við: Það kemur árstíma ekkert við, það eru engir snákar á Íslandi, hvorki vetur né sumar, á Vestfjörðum eða Suðurlandi. Er hann dauður? spurði einn, og þá fór önnur að pota í hann með fætinum. Passaðu þig, hann getur hæglega hoggið í gegnum þessa skó, sagði þá annar. Ég held að hann sé steindauður, sagði þá hin. Það hlýtur einhver að hafa smyglað honum til landsins, annað getur ekki verið, sagði einn og þá sagði annar: Já, og verið að keyra honum á milli bæja og misst hann úr bílnum. Það hlýtur að vera nokkuð augljóst, sagði þá ein og bætti við, en eigum við ekki að taka hann með okkur? Við getum sýnt hann einhverjum og fengið allavega að vita hverskonar snákur þetta er og svona? Það varð úr að þau skelltu snáknum í skottið og héldu áfram ferð sinni. En upp frá þessu tók heimurinn að enda, fyrst hægt og bítandi og svo í einu kasti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.