Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 75
N o k k r a r s ö g u r
TMM 2012 · 4 75
að líða of vel og það gengur ekki eftir, heldur líður viðkomandi annaðhvort
bara sæmilega eða ekki nógu vel, o.s.frv. Það er nógu slæmt að líðanin sé ekki
góð, og ekki á það bætandi að markmiðin standist ekki heldur – því einsog
margoft hefur komið fram, eru góð og vönduð markmið sem standast,
ávísun á góða líðan.
Nú spurði maður mig nýlega hvort þetta væri ekki orsakafræðileg blind-
götulúppa, þar sem hvort um sig hefur jafn mikil áhrif á hitt og ómögulegt
að segja hvort á eða þarf að koma fyrst. Jú, vissulega, en hvað áttu að gera
ef þú kemur að meðvitundarlausum manni? Seturðu fætur hans upp í loft
til að láta blóðið flæða til heilans, eða reisir upp höfuð og herðar til að dæla
blóði til fótanna? Þessu er ekki gott að svara, ef hann fær blóð í fæturna getur
hann staðið upp og gengið sig til meðvitundar, og með aukið blóðstreymi til
heilans eru meiri líkur á að hann vakni og geti sagt þér hvað er að. Stundum
eru allir kostir jafn góðir.
SNÁKURINN
Þau voru að keyra yfir Þorskafjarðarheiðina, keyrðu hægt því að skafningur
var á veginum og þau héldu að það gæti verið ísað undir. Allt í einu sagði
ein þeirra að þau ættu að stoppa því hún sá eitthvað í vegarkantinum. Hvað
er þetta eiginlega, ekki er þetta spýta sem spíralast svona, er þetta kannski
dekkstætla? Þau fóru svo út úr bílnum til að kíkja nánar og þá kom í ljós
að þetta var snákur. Hvað er snákur að gera hér, á þessum árstíma? spurði
einn, og annar bætti við: Það kemur árstíma ekkert við, það eru engir snákar
á Íslandi, hvorki vetur né sumar, á Vestfjörðum eða Suðurlandi. Er hann
dauður? spurði einn, og þá fór önnur að pota í hann með fætinum. Passaðu
þig, hann getur hæglega hoggið í gegnum þessa skó, sagði þá annar. Ég held
að hann sé steindauður, sagði þá hin. Það hlýtur einhver að hafa smyglað
honum til landsins, annað getur ekki verið, sagði einn og þá sagði annar: Já,
og verið að keyra honum á milli bæja og misst hann úr bílnum. Það hlýtur
að vera nokkuð augljóst, sagði þá ein og bætti við, en eigum við ekki að taka
hann með okkur? Við getum sýnt hann einhverjum og fengið allavega að vita
hverskonar snákur þetta er og svona?
Það varð úr að þau skelltu snáknum í skottið og héldu áfram ferð sinni.
En upp frá þessu tók heimurinn að enda, fyrst hægt og bítandi og svo í einu
kasti.