Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 95
Á d r e p u r TMM 2012 · 4 95 ofan í nærbuxur er fyrir utan almannarými, rétt eins og það sem er geymt í nátt- borðsskúffum. Af hverju er staðreyndin þá sú að margir láta sig það varða hvort konur raka á sér kynfærin? Um þessa spurningu braut ég heilann en áttaði mig loks á lógíkinni í öllu saman. Hér var um einfalda ef-þá setningu að ræða. Ef píkuhár eru fyrir utan almannarými, þá varðar engan um þau. Þetta er örugglega satt. En svona setningu má snúa á haus og það virðist einmitt hafa verið gert. Umsnúin er setningin svona: Fyrst marga varðar um píkuhár, þá eru þau ekki fyrir utan almannarými. Þannig er það þá í pottinn búið. Píkuhár eru hluti af almannarými eins og Hljóm- skálagarðurinn og hálendi Íslands. En getur virkilega verið að kvenlíkaminn sé hluti af almannarými, jafnvel mestu prívat partar hans? Ég fór að horfa betur í kringum mig. Ég kveikti á sjónvarpinu bara til að sjá auglýsingar. Ég fór í klippingu þótt það væru ekki komnir þrír mánuðir frá því ég lét síðast klippa mig, bara til að geta skoð- að blöðin á biðstofunni. Ég stoppaði jafnvel fyrir utan söluturnana og lét mig hafa það að fara í gegnum tímaritin sem þar voru til sölu. Ég las líka dagblöðin með nýjum hætti. Og niðurstaðan? Það leynir sér ekki að kvenlíkaminn er hluti af almannarými. Konan á ekki sinn líkama, hann er fyrst og fremst almenningseign. Og þegar hann er ekki almenningseign, þá er hann prívat söluvara. Hver sem er – hvort heldur karl eða kona, hvort heldur ungur eða gamall – er í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig næsta kona er. Þannig er tíðarandinn. Það er þá þetta sem kallað er klámvæðing: Píkuhár eru hluti af almannarými, og þá náttúrlega píkan líka. Kona sem segir við næstu manneskju: „Þér kemur bara alls ekki við hvort ég raka á mér klofið“ er jafn ófyrirleitin og ef hún hefði sagt: „Þú átt bara ekkert með að hafa skoðun á því hvort það er gangstétt í kringum Tjörnina“. Ég ólst upp við að sumt væri prívat og annað ekki. Og á meðal þess sem væri prívat væri líkami manns og gilti þá einu hvort maður væri karl eða kona. Það fór hrollur um mig þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað ég var orðinn hrikalega gam- aldags. Mér fannst að ég hefði steingleymt að deyja á öldinni sem leið. Næsta morg- un tvísté ég fyrir framan fataskápinn og velti því fyrir mér í hvaða brækur ég ætti að fara. Væri tilhlýðilegt að vera í hvítum brókum eða svörtum? En svo fór ég bara í næstu brækur, af gömlum vana, klæddi mig og hellti uppá kaffi. Ég er líka karl og á mig sjálfur. II Fjandakornið að ég hafi gleymt að deyja á öldinni sem leið. Ég er sprelllifandi á þess- ari öld sem nýlega er gengin í garð og hef hugsað mér að halda því áfram. Og þótt tíðarandinn leggi hald á líkama kvenna í nafni saklausrar afþreyingar þá kæri ég mig ekki um að taka þátt í skipulegum mannránum. Ætti ég að skrifa í blöðin? Eða fara í sund og messa yfir fólkinu í heita pottinum? Ég hef stundum skrifað í blöðin, en það hefur engu breytt. Ég veit ekki einu sinni hvort nokkur nennir að lesa það sem ég skrifa. Og ef ég léti dæluna ganga í heita pottinum þá yrði það vísast ekki til annars en ama hjá þeim sem þar væru til að slappa af. Ég mælti mér mót við kunningja minn, hélt yfir honum innblásna ræðu og af því að hann er skólamaður þá endaði ég á að segja að það væri hreinasti skandall að skólarnir gerðu ekkert í þessu: „Ef eitthvað er verkefni fyrir skólana – leikskólana, grunnskólana, menntaskólana og háskólann með – þá er það siðferðið, gildismatið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.