Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 95
Á d r e p u r
TMM 2012 · 4 95
ofan í nærbuxur er fyrir utan almannarými, rétt eins og það sem er geymt í nátt-
borðsskúffum.
Af hverju er staðreyndin þá sú að margir láta sig það varða hvort konur raka á sér
kynfærin? Um þessa spurningu braut ég heilann en áttaði mig loks á lógíkinni í öllu
saman. Hér var um einfalda ef-þá setningu að ræða. Ef píkuhár eru fyrir utan
almannarými, þá varðar engan um þau. Þetta er örugglega satt. En svona setningu
má snúa á haus og það virðist einmitt hafa verið gert. Umsnúin er setningin svona:
Fyrst marga varðar um píkuhár, þá eru þau ekki fyrir utan almannarými.
Þannig er það þá í pottinn búið. Píkuhár eru hluti af almannarými eins og Hljóm-
skálagarðurinn og hálendi Íslands. En getur virkilega verið að kvenlíkaminn sé hluti
af almannarými, jafnvel mestu prívat partar hans? Ég fór að horfa betur í kringum
mig. Ég kveikti á sjónvarpinu bara til að sjá auglýsingar. Ég fór í klippingu þótt það
væru ekki komnir þrír mánuðir frá því ég lét síðast klippa mig, bara til að geta skoð-
að blöðin á biðstofunni. Ég stoppaði jafnvel fyrir utan söluturnana og lét mig hafa
það að fara í gegnum tímaritin sem þar voru til sölu. Ég las líka dagblöðin með
nýjum hætti. Og niðurstaðan? Það leynir sér ekki að kvenlíkaminn er hluti af
almannarými. Konan á ekki sinn líkama, hann er fyrst og fremst almenningseign.
Og þegar hann er ekki almenningseign, þá er hann prívat söluvara. Hver sem er –
hvort heldur karl eða kona, hvort heldur ungur eða gamall – er í fullum rétti að hafa
skoðun á því hvernig næsta kona er. Þannig er tíðarandinn.
Það er þá þetta sem kallað er klámvæðing: Píkuhár eru hluti af almannarými, og
þá náttúrlega píkan líka. Kona sem segir við næstu manneskju: „Þér kemur bara alls
ekki við hvort ég raka á mér klofið“ er jafn ófyrirleitin og ef hún hefði sagt: „Þú átt
bara ekkert með að hafa skoðun á því hvort það er gangstétt í kringum Tjörnina“.
Ég ólst upp við að sumt væri prívat og annað ekki. Og á meðal þess sem væri
prívat væri líkami manns og gilti þá einu hvort maður væri karl eða kona. Það fór
hrollur um mig þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað ég var orðinn hrikalega gam-
aldags. Mér fannst að ég hefði steingleymt að deyja á öldinni sem leið. Næsta morg-
un tvísté ég fyrir framan fataskápinn og velti því fyrir mér í hvaða brækur ég ætti að
fara. Væri tilhlýðilegt að vera í hvítum brókum eða svörtum? En svo fór ég bara í
næstu brækur, af gömlum vana, klæddi mig og hellti uppá kaffi. Ég er líka karl og á
mig sjálfur.
II
Fjandakornið að ég hafi gleymt að deyja á öldinni sem leið. Ég er sprelllifandi á þess-
ari öld sem nýlega er gengin í garð og hef hugsað mér að halda því áfram. Og þótt
tíðarandinn leggi hald á líkama kvenna í nafni saklausrar afþreyingar þá kæri ég
mig ekki um að taka þátt í skipulegum mannránum.
Ætti ég að skrifa í blöðin? Eða fara í sund og messa yfir fólkinu í heita pottinum?
Ég hef stundum skrifað í blöðin, en það hefur engu breytt. Ég veit ekki einu sinni
hvort nokkur nennir að lesa það sem ég skrifa. Og ef ég léti dæluna ganga í heita
pottinum þá yrði það vísast ekki til annars en ama hjá þeim sem þar væru til að
slappa af. Ég mælti mér mót við kunningja minn, hélt yfir honum innblásna ræðu og
af því að hann er skólamaður þá endaði ég á að segja að það væri hreinasti skandall
að skólarnir gerðu ekkert í þessu: „Ef eitthvað er verkefni fyrir skólana – leikskólana,
grunnskólana, menntaskólana og háskólann með – þá er það siðferðið, gildismatið.“