Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 113
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 113 manns og náttúru sem liggur verkinu til grundvallar, en það þema endurspeglar svo gagnrýnina á íslenskt samfélag, nánar tiltekið gróðærið og efnahags- hrunið sem fylgdi í kjölfar þess. Sú gagnrýni kemur hvað helst fram í köfl- um sem fjalla um aðalpersónurnar fjór- ar og lýsa ævi þeirra fram að þessari ferð, en í þeim kemur fram að ungu mennirnir tveir tóku virkan þátt í græðgisvæðingunni, en konurnar fylgdu meira svona í kjölfarið. Í sjálfu sér finnst mér þessi hluti sögunnar óáhugaverð- astur og umfjöllunin um þetta fólk frek- ar óspennandi og óþarflega ítarleg – þetta eru einfaldlega upplýsingar sem lesandi hefur þegar getið sér til um að einhverju leyti, þó vissulega hafi sum af þessum æviatriðum lagt sitt af mörkum til smíði verksins. Á hinn bóginn má segja að þetta er eitt af einkennum hrollvekjunnar, að sveiflast milli ofgnóttar og mínímalisma: og það er áhugavert að spegla þessar greinargerðir um persónurnar í þeirri hófsemi sem einkennir lýsingarnar á hryllingnum sjálfum, en þar heldur Steinar Bragi öllu vandlega til haga sem einmitt skiptir höfuðmáli fyrir áhrifamátt verksins. Það þarf sem sagt ekki allar þessar upplýsingar til að greina gagnrýnina sem í verkinu felst, hún kemur strax fram í því hvernig þetta unga fólk nálg- ast náttúruna, í stórum jeppa, fullum af ríkulegum útbúnaði, góðum mat og áfengi (samt gista þau stundum á hótel- um, nenna ekki að tjalda), með GPS- tæki sem ekki virkar; þau eru með öðrum orðum full hroka og líta á nátt- úruna sem hverja aðra sjónvarpsmynd: það sló hann skyndilega hversu absúrd þetta var, að svífa þarna fjögur yfir sand- ana norðan við Vatnajökul, í myrkrinu og þokunni, næstum eins og það væri sjálf- sagt; súpandi á mexíkóskum bjór, létt- klædd í hita sem þau stilltu með því að snúa takka á borði fyrir framan sig, með tónlist í eyrunum; berast hreyfingarlaus yfir landið, heyra ekki marrið og sargið þegar dekkin möluðu grjótið, hafa ekki áhyggjur af neinu […] meðan þau horfðu á náttúruna líða framhjá þarna úti – 4 Hugleiðingar bílstjórans Hrafns í upp- hafi bókarinnar gefa strax tóninn og þó það sé ekki endilega frumlegt að fjalla á þennan hátt um náttúruna, þá öðlast þessi lýsing aukinn kraft í ljósi þeirra atburða sem fylgja í kjölfarið. Myrk þoka verður þess valdandi að þau villast af leið og keyra beinlínis inn í hús sem stendur í miðri auðninni. Bíllinn er ónýtur og þau neyðast til að þiggja fremur óvinveitta gestrisni íbúa þess, undarlegrar konu og karls sem er greini- lega ekki alveg andlega hress. Strax fyrstu nóttina gerast undarlegir atburðir sem þau leiða hjá sér og daginn eftir hefjast tilraunir þeirra til að fara. En þær misheppnast allar, gamli jeppinn sem þau fá lánaðan hjá heimafólkinu skemmist þegar þau keyra ofan í djúpa holu á veginum – holu sem Hrafni sýn- ist vera nýlega grafin. Í ljós kemur að í nágrenni hússins er stífla og yfirgefin mannvirki en þar finna þau ekkert annað en aukin undarlegheit. Allt gefur til kynna að náttúran sé fjandsamleg – bæði fjórmenningunum og þeim sem byggðu mannvirkin – og að þau séu langt frá því að ráða við aðstæður. Í umfjöllun um Hálendið á bókakaffi Borgarbókasafns Reykjavíkur og Gerðu- bergs í nóvember 2011 benti Björn Unnar Valsson á að í sögunni má vel sjá tilvísanir til verka bandaríska hroll- vekjuhöfundarins H.P. Lovecraft, sem var upp á sitt besta á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar. Í verkum hans birtist einmitt fjandsamleg náttúra, byggð óvættum frá forneskju (yfirleitt einskonar guðum utan út geimi), en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.