Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 85
Ti l m ó t s v i ð l í f s r e y n s l u n a
TMM 2012 · 4 85
orð eru í ljóðaflokknum „Hún var jörðin“, bls. 16). Til þessara tveggja bókar verður hér eftir
vísað með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. Bók Þorsteins samanstendur af 37 ljóðum
í tveimur bókarhlutum sem nefnast „Vera manns –“ og „Litvörp logans“. Matthías skiptir bók
sinni í fjóra kafla. Þrír þeirra, „Hún var jörðin“, „Tilbrigði við orðið söknuður“ og „Sprengja
er hjarta mitt“ eru samfelldir ljóðaflokkar en einn kaflinn „Án hennar“, geymir fjögur ljóð
(ef erindin tvö á bls. 55 eru talin sérstakt ljóð). Öll myndar bókin þó sterka heild sem hnitast í
bókartitlinum.
2 Þorsteinn frá Hamri: Lifandi manna land, Reykjavík: Heimskringla 1962, bls. 13–14. Fyrri til-
vitnun er í ljóðið „Gatan“ sem er á bls. 11–12. Hér er fylgt stafsetningu Þorsteins í síðari útgáfu
þessara ljóða, í Ritsafni hans, 2. útg., Reykjavík: Mál og menning 2004, bls. 45–46.
3 Matthías Johannessen: Fagur er dalur, Reykjavík: Almenna bókafélagið 1966, bls. 61. Matthías
bætti síðar við sálmum og birti verkið sem sérstaka bók: Sálmar á atómöld, Reykjavík: Almenna
bókafélagið 1991. Þar er tilvitnaður sálmur ekki lengur hinn síðasti í f lokknum.
4 Ég nýti mér, sem hluta af umfjöllun minni um bók Þorsteins, stutta umsögn sem ég birti um
hana í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, 29. nóvember 2011 (http://www.hug-
ras.is/2011/11/ritdomur-vindasalin-snertir-streng).
5 Matthías Johannessen: „Tvö ein“, Vegur minn til þín, Reykjavík: Háskólaútgáfan 2009, bls.
250–251.
6 John Milton: Paradísar missir, þýð. Jón Þorláksson, Kaupmannahöfn 1828, bls. 109 (lagað að
nútímastafsetningu).
7 Matthías Johannessen: „Hrunadansinn“, Hrunadans og heimaslóð, Reykjavík: Háskólaútgáfan
2006, bls. 13–26, tilvitnun sótt á bls. 22. „Hrunadansinn“ birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. apríl
2006 og hefur síðar einnig verið gefinn út sem sérstakt kver og á diski í upplestri Gunnars
Eyjólfssonar leikara.