Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 11
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 11 undir stuðningsyfirlýsingu Bjarna Randvers hafði Þuríður engin gögn undir höndum og því takmarkaðar forsendur til þess að tjá sig um málið. Fæstum þeim sem veittust opinberlega að Bjarna Randveri virtist koma til hugar að glærur námskeiðsins snúist ekki aðeins um að rekja staðreyndir, heldur fjalli þær einnig um átakaþætti, hugmyndir og sjónarmið þeirra ýmsu aðila sem viðfangsefnið varða. Glæra 33 er einfaldlega samantekt á algengum skoðunum um harðlínutrúleysi sem eðlilegt er að ræða í námskeiði sem snýst um nýtrúarhreyfingar.24 Námskeið í trúarlífsfélagsfræði eru eðli málsins samkvæmt átakamiðuð og glærunum er ætlað að draga fram atriði sem tengjast þeim skilgreiningum og flokkunarkerfum sem liggja til grundvallar í kennslunni. Í hæfnivið- miðum námskeiðsins kemur fram að nemendur eigi að sýna ólíkum trúar- skoðunum umburðarlyndi og skilning, en þó ekki á kostnað gagnrýni, og að nemendur eigi að þekkja og skilja „helstu ágreiningsefni í tengslum við nýtrúarhreyfingar jafnt erlendis sem á Íslandi, einkum á opinberum vett- vangi í gegnum fjölmiðla“.25 Í slíku námskeiði hlýtur þekkingin öðrum þræði að liggja í því að geta rætt sannleiksgildi ákveðinna ágreiningsefna eins og þau birtast í fjölmiðlum, og ekki síður að „geta vegið og metið hvort það geti stafað hætta af einstökum umdeildum nýtrúarhreyfingum“ eins og það er orðað í hæfniviðmiðunum. Allar þær fullyrðingar sem Bjarni birtir á glærunni alræmdu eru vel þekktar í trúarumræðunni og margar umdeildar. Stundum er reynt að færa fyrir þeim málefnaleg rök, stundum eru á ferðinni órökstuddar ásakanir sem einungis er ætlað að særa og þagga niður í andstæðingnum. Nem- endur áttu að taka fullyrðingarnar til greiningar, en Bjarni Randver lýsir sjálfur fræðilegu samhengi glærunnar sem svo á spjallþræðinum aftan við athugasemd Egils Helgasonar að þar séu: dregin fram meginatriði í gagnrýni hörðustu andstæðinga svonefnds herskás guð- leysis, gagnrýni þeirra á þær vantrúarhreyfingar sem vilja sníða trú, trúarstofnunum og trúarbrögðum sem þrengstan stakk á opinberum vettvangi og jafnvel ganga milli bols og höfuðs á öllu slíku. Hörðustu gagnrýnendur róttækra guðleysishreyfinga koma úr ýmsum áttum. […] Þeir geta verið fundamentalistar úr hvaða trúar- brögðum sem er eða frjálslyndir einstaklingar sem óháð trúarafstöðu vilja stuðla að samræðu milli ólíkra trúarbragða og lífsviðhorfa. Þau sögulegu dæmi úr ýmsum áttum, sem tilgreind eru með punktunum, eru sett fram til að vekja nemendur til umhugsunar og fá þá til að bregðast við með gagnrýnum hætti. Af orðum þínum, Egill, og ýmissa annarra má ætla að ég megi ekki í kennslu minni draga fram gagn- rýni einstaklinga og hópa á róttækar guðleysishreyfingar í háskólakennslu og að sama skapi virðist þið ætla að gagnrýnin birti persónulega afstöðu mína til guðleysis sem ég haldi fram í kennslustund. Hvergi hefur komið fram að nemendur mínir hafi skilið umrædda glæru sem einhverja boðun af minni hálfu þegar ég tók þetta fyrir heldur þvert á móti. Þeir áttu að gagnrýna þessi atriði. Þess má auk þess geta að þetta var ekki eina dæmið um umfjöllun um ákveðna hreyfingu þar sem ég dró saman helstu sjónarmið gagnrýnenda.26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.