Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 138
D ó m a r u m b æ k u r
138 TMM 2012 · 4
komleikanum ofurselt. En frá sjónarhóli
skáldsins breytir það ekki því að okkur
stendur til boða hinn stundlegi fögnuð-
ur, hin ljómandi augnablik, hverfular
stundir upplifunar og skynjunar, þegar
ljóðorkan streymir til okkar. Þökk sé
hinum lofsverðu eiginleikum manns-
hugans innsæinu, sköpunargáfunni,
túlkunarmættinum og minninu.
Ljóð Sigurðar Pálssonar hafa annan
tilgang en að afhjúpa, berstrípa, afhelga.
Þau smætta ekki tilveruna og einfalda
hana. Þau miklu frekar stækka hana og
jafnvel helga á nýjan og ferskan hátt. En
Sigurður Pálsson er enginn blindur feg-
urðardýrkandi, langt því frá. Hann er
fegurðarunnandi. Það er allt annað. Í
ljóðlist hans er skýr munur á hörmung-
um heimsins og dýrð lífsins og hann
fjallar af næmi um hvort tveggja. Skáldið
flýr ekki ljótleikann. Það einfaldlega
snýst gegn honum. Snilldarleg eru ljóðin
í Ljóðorkulind þar sem skáldið lætur
æðstu táknmyndir veraldlegs ríkidæmis,
æðstu táknmyndir efnislegrar en dauðr-
ar fegurðar taka til máls og mótmæla.
Demantarnir hafa fengið nóg af ójöfnuði
og óréttlæti mannanna sem birtist í því
að þeir skreyta alltaf sama fólkið, hóp
fárra útvalinna. Þeir hafa ákveðið að
hætta að sýna hörku, linast og leka niður
á jörðina. Gullstangir heimsins eru
búnar að fá sig fullsaddar af því að liggja
í lokuðum, myrkvuðum kjöllurum. Þær
vilja komast út í sólskinið til fólksins og
vekja gleði þess og hrifningu. Því jafnvel
þeim er ljóst að fólkið sjálft og gleði þess
er margfalt verðmætara en þær.
Sigurður Pálsson er eins og fram
hefur komið ófeiminn við að láta í ljós
aðdáun sína. En hann leynir heldur ekki
andúð sinni. Í fyrsta ljóðaflokki sínum
Ljóðvegabókunum beindi hann stund-
um óvæginni gagnrýni að hugsunar-
hætti og gildismati í samfélaginu sem
honum féll ekki við og talaði þá af tölu-
verðum skaphita. Nefna má hlutann Á
hringvegi ljóðsins í bókinni Ljóð vega
menn þar sem skáldið hefur upp raust
sína gegn smáborgaraskap og andlegum
doða, talar um „helvíti neysluskyldunn-
ar“, „sljóleika margtuggunnar“ og „feita
mærð hinna efalausu“. Einnig má nefna
hlutann Enn skín sólin þrjósk í sömu
bók þar sem skáldið hvetur til andstöðu
við vitringa auðsins og valdsins. Í næstu
ljóðabókaþrennum fer minna fyrir slíkri
samfélagsgagnrýni. Í Ljóðorkubókunum
er hún á ný orðin áberandi. Þar ræðst
skáldið gegn hvers kyns svarthvítri lífs-
sýn og heimssýn, kreddufestu, heimótt-
arskap, þjóðrembu, þröngsýni, niður-
njörvandi einföldun á lífi manneskjunn-
ar. Öllu því sem vill útiloka margbreyti-
leikann, hið leyndardómsfulla í lífinu.
Líklega hefur Sigurður aldrei ort með
eins beinum hætti um þjóðfélagsástand í
samtímanum og í annarri bók Ljóð-
orkuflokksins, Ljóðorkuþörf. Þar er
samfélagsgagnrýnin beitt. Ekki fer á
milli mála að efnahagserfiðleikar þjóð-
arinnar og sjálfsmyndarkreppa í kjölfar
hrunsins eru tilefni þessara ljóða og hér
er ekki bara ort um hugarfar og gildis-
mat heldur nýliðna atburði. Skáldið
beitir orðlist sinni gegn löstum eins og
græðgi og hroka, sem það minnir á að
eru ekki að ástæðulausu tvær af dauða-
syndunum sjö, og skáldið er hvassyrt.
Ljóðmál
Ljóðstíll Sigurðar er oft mjög skemmti-
lega myndrænn. Stundum er fyrst
brugðið upp skýrri afmarkaðri mynd og
henni leyft að standa sjálfstætt. Því næst
er lagt út af myndinni.
Hraðskreiður ljóslaus bíll
á fullri ferð um götur borgarinnar
(þannig líður mér
æði oft)
(Ljóðorkusvið, bls. 58).