Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 68
S v e r r i r N o r l a n d 68 TMM 2012 · 4 *** Á morgnana hélt ég áfram að leggja líf mitt að veði í þágu útbreiðslu Morgun- blaðsins. Daginn sem O.J. Simpson var á forsíðunni („sýknaður“) steypti ég mér þrefaldan kollskít út um hliðið; daginn sem Atlantis 14 var skotið á loft sveif ég yfir grindverkið eins og fjaðurmögnuð geimskutla. Ég smíðaði mér brynju úr spýtum og blikkdósum, en það skrölti svo heimsendalega í þessari annars tigulegu múnderingu að ég neyddist til að hætta við hana, af ótta við að vekja allt útburðarhverfið með glamrinu. *** Á leið heim af fótboltaæfingum síðdegis spann ég lög og texta í höfðinu á mér: „Sumarið er kona, sólin er með brjóst / sumarið er kona, hárið sítt og ljóst …“ Og ég lét mig áfram dreyma um Mahogany Style 3 Martin-úkúlele. Ég gekk jafnan fram hjá Hörgshlíð 13, en sá þar aldrei nokkra hreyfingu, hvorki í gluggunum né villtum garðinum. Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvernig þau litu út, Tómas, Agnes og Nanna. Ég velti því fyrir mér hvort ævintýri og tilfinningar heillar mannsævi skinu úr andlitsdráttum þeirra, eins og hjá ömmu ljúfu, og endurspegluðust kannski líka í lífsreyndu göngulaginu, slípuðum málrómnum og því sem þau sögðu – og hvort það sem þau sögðu væri viturlegt og satt. Ég hugsaði um þetta meðan ég gekk fram hjá þessu litla, græna húsi með rauða þakinu og hummaði fyrir munni mér lögin mín, sem áttu í vændum að lifna fyrir tilverknað úkúlelesins. En aldrei sá ég þremenningana. Það var einungis á morgnana sem ég sá bregða fyrir lífi, og þá starði ég um leið inn í gin dauðans. *** Yfir dísætri randalín og rótsterku kaffi með sjö sykurmolum áræddi ég loks að spyrja ömmu ljúfu betur út í þau, eins og af rælni. Hún brosti í kampinn. „Á síðari árum halda þau sig að mestu heima fyrir, held ég,“ sagði hún. „Þau eru öðruvísi en flest annað fólk, og Íslendingar hafa alltaf verið smeykir við þá sem skera sig úr. Á einhverjum tímapunkti voru sögurnar um Tómas, Agnesi og Nönnu orðnar svo margar og mismunandi að þau gátu ekki lengur brugðið sér niður í bæ án þess að verða fyrir aðkasti. Ég hætti að hitta þau á Hressó.“ „Aldrei ætla ég að tala illa um nokkurn mann!“ „Það er kallað að rægja,“ sagði amma ljúfa alvarleg. „Einnig að niðra, rógbera, ófrægja, baknaga, hælrífa,“ bætti hún við, meðan ég hripaði þetta ákafur niður í 28. dagbók, hræddur um að ná ekki að meðtaka öll orðin. „En maður má aldrei óttast það sem maður skilur ekki,“ bætti hún við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.11.2012)
https://timarit.is/issue/401780

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.11.2012)

Aðgerðir: