Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 107
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 107
hann auk þess að vera „gagnsær“, þ.e.
allar upplýsingar á honum aðgengi-
legar, og hver maður að hugsa „rök-
rétt“ innan hans. En hvorugt er sjálf-
gefið, eins og þekkt dæmi voru þegar
um á tímum Adams Smith, s.s. „Túl-
ípanaæðið“ eða -bólan í Hollandi
1630–37:
Af þessu má nú ráða að í „markaðs-
viðskiptum“ er engan veginn hægt
að treysta því að menn hafi nokkra
hugmynd um það hverjir þeirra raun-
verulegu hagsmunir eru og hagi sér
skynsamlega eftir því. […] Þess vegna
eru engin markaðslögmál einhlít, það
verða bólur og hrun og markaðirnir
bregðast eins og við blasir á þessum
síðustu tímum. Ef „ósýnilega höndin“
skyldi nú leynast einhvers staðar er
hún afskaplega hrekkjótt og margan
manninn hefur hún teygt á asnaeyr-
unum fram af bjargbrúninni. (250)
2) Út frá hugmynd sinni um markaðs-
lögmálin lítur Adam Smith á hvers
konar afskipti af samspili einstak-
linga á markaði, s.s. stéttarfélög er
berjast fyrir sameiginlegum hags-
munum meðlima sinna, sem tegund
„einokunar“ er trufli samkeppnina.
„En fyrir þessu eru ekki nokkur rök,“
segir Einar og ekkert sem sýnir að
samkeppni án afskipta leiði ekki að
lokum til einokunar. Þvert á afskipta-
leysisboðskap Smiths í slíkum tilvik-
um hafi ríkisvaldið – sem slíkur „ein-
okunaraðili“ – gripið inn í gangverk
frjáls markaðar til þess að lágmarka
skaðann af uppskerubresti og hung-
ursneyð á 18. öld; annað hefði ekki
verið ábyrgt. Í því ljósi birtust kenn-
ingar Smiths sem „einstrengingslegar,
meinlokukenndar og í rauninni
alrangar. […] Dómstóll reynslunnar
hafði þegar vísað þeim á bug áður en
Adam Smith hafði lokið við að lesa
þær fyrir“ (257). Honum til málsbóta
megi þó segja að hann hafi ætlað rík-
isvaldinu veigamikið hlutverk en þó
aðeins utan efnahagslífsins, s.s. að
mennta lágstéttirnar til þess að gera
þær að ábyrgum og skynsömum
borgurum og var Smith þar langt á
undan sinni samtíð.
3) Í samræmi við nýja afstöðu manna til
fátæktar, sem áður var minnst á,
heldur Adam Smith því fram að mað-
urinn sé í eðli sínu latur og fáist ekki
til þess að gera neitt nema hann geti
vænst peninga fyrir. Á þessum ein-
kennilega mannskilningi hvíli hug-
myndin um Hagmennið sem „rök-
rétt“ hegðun í samskiptum manna á
markaði.
Svo stiklað sé á stóru í seinni hluta rits-
ins, þá er þar einnig fjallað um kenning-
ar Thomasar Malthus og Davids
Ricardo og þær afgreiddar sem loftkast-
alar er hafi takmörkuð tengsl við veru-
leikann (en umtalsverð áhrif á samfé-
lagið!). Höfundur bregður svo upp
mynd af því þjóðfélagi sem komst næst
því að fylgja kennisetningum klassískr-
ar hagfræði, þ.e. England á 19. öld:
Alþjóðaverslunin hefur gert tilganginn
með „girðingunum“ óþarfan, meiri
stéttakúgunar gætir en í nágrannalönd-
um og líf vinnandi fólks í borgum er
hreinn óhugnaður. Í löngum lokakafla
verksins er hægfara hnignun frjáls-
hyggjunnar með auknu opinberu eftir-
liti um og upp úr miðri 19. öld lýst um
leið og frjálshyggjumenn gerast æ ein-
dregnari í málflutningi sínum eins og til
þess að reyna að koma í veg fyrir óhjá-
kvæmilegan dauða stefnunnar. En loks
er hún þó borin hátíðlega til grafar með
prósessíu helstu söguhetja í „afreka-
sögu“ hennar.
Ég vona að þessi yfirferð yfir efni
verksins og efnistök höfundar nýtist les-