Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 22
G u ð n i E l í s s o n
22 TMM 2012 · 4
Randveri Sigurvinssyni í kærumáli félagsins á hendur honum töldu sig vera
málsvara skynseminnar sem vissulega má sjá sem ljós í trúarþoku liðinna
alda. Þeir standa kjaftæðisvaktina með Vantrú60 gegn kukli, trú og gervi-
vísindum og hljóta því sjálfkrafa að vera vitsmunamegin í umræðu þar
sem deilt er á kennara í guðfræði- og trúarbragðafræðideild. Svo er þó ekki.
Þessir einstaklingar brugðust sannleikanum vegna þess að þeir mynduðu
sér skoðun án þess að skoða öll fyrirliggjandi gögn. Hugmyndir þeirra um
Bjarna Randver og kennsluhætti hans voru mótaðar af trúarsannfæringu
fremur en efnislegu mati, því að kennarinn fékk ekki að njóta vafans þar til
hið sanna í málinu yrði leitt í ljós.
Vissulega getur verið erfitt að greina á milli efahyggju leitandi huga –
vísindalegs efa er sprettur af striti – og efa letingjans sem nennir ekki að
komast að niðurstöðu um eitt né neitt. En það er aðeins með því að feta
einstigið milli trúarvissunnar og innantómrar efahyggju, milli Karybdísar
fordómanna og Skyllu fáfræðinnar, sem við þokum okkur áleiðis í skilningi
á samfélaginu og efnisheiminum.
Enginn getur búist við því að standa vísindanna megin í öllum álita-
málum. En ef við horfum á umhverfi okkar af jákvæðri gagnrýni á sama
tíma og við erum full undrunar yfir margbreytileika veraldarinnar verður
okkur fyrirgefið þótt við hlaupum stundum á okkur.
Tilvísanir
1 „Yfirlýsing vegna kæru á hendur stundakennara HÍ“, Fréttablaðið 13. desember 2011, bls. 18;
og „Yfirlýsing vegna kæru á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni stundakennara sem send
var Siðanefnd HÍ“, Morgunblaðið, 13. desember 2011, bls. 20. Undirskriftirnar voru birtar á
vefsíðum miðlanna.
2 Egill Helgason: Athugasemd við fésbókarfærslu Árna Svans Daníelssonar um mál Bjarna
Randvers frá 27. desember 2011: http://www.facebook.com/arni.svanur.danielsson/
posts/197833200310415 [sótt 18. janúar 2011].
3 Um yfirlýsingu Reynis hefur víða verið fjallað, m.a. í grein Barkar Gunnarssonar: „Heilagt
stríð Vantrúar“, Morgunblaðið 4. desember 2011, bls. 18–21. Einnig má nefna ítarlega samantekt
Hörpu Hreinsdóttur sem skrifuð var á tímabilinu 8. janúar til 22. febrúar 2012, en henni hefur
verið safnað saman í eitt skjal, „Vantrú gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni“: http://harpa-
hreins.com/vantru_gegn_bjarna_randveri.pdf [sótt 4. september 2012]. Í greinargerð sinni
„Tímatafla í kærumáli Vantrúar á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni stundakennara fyrir
Siðanefnd HÍ (nr. 1/2010)“ rekur Bjarni Randver í ítarlegu máli hvernig vantrúarfélagar undir-
bjuggu kærumálið og styðst þar við fjöldamörg gögn. Mikilvægasta varnarskjalið sem vísað
er til í tímatöflunni er líklega „Söguskoðun Bjarna Randvers“ [framvegis „SBR“], en þetta er
umræðuvefur félagsmanna Vantrúar sem lekið var til Bjarna Randvers. Sjá Reynir Harðarson:
„SBR“, 12/2/2010, kl. 15:22.
4 Reynir Harðarson: „SBR“, 5/2/2010, kl. 11:46.
5 Sjá t.d. frétt Egils Ólafssonar á vefsvæði Morgunblaðsins: „Var ekki brotlegur í starfi“, 16.
febrúar 2012: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/16/var_ekki_brotlegur_i_starfi/ [sótt
15. október 2012].
6 Vantrúarfélagar neituðu því að Bjarni Randver hefði verið kærður til lögreglu en urðu að draga
þær yfirlýsingar til baka þegar Bjarni lagði fram gögn frá lögreglustjóra máli sínu til stuðnings.
Sjá til dæmis athugasemdir núverandi formanns, Egils Óskarssonar, við ritstjórnargreinina