Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 130
D ó m a r u m b æ k u r
130 TMM 2012 · 4
einnig trámatískri reynslu í kenningum
Freuds. Martin upplifir líf sitt sem
átakasvæði og starfið eins og hernað
(nafnið Martin merkir einmitt „hinn
herskái“) en Freud benti á það í skrifum
um þá sem hafa orðið fyrir taugaáfalli
eftir langvarandi dvöl á vígvelli að þeir
stundi hernað gegn sjálfum sér – og í
þeirri baráttu þarf lífshvötin ekki endi-
lega að vera sterkari en sjálfseyðingar-
hvötin. Vígvallartrámað klýfur vitund-
ina í tvennt sem veldur átökum á milli
„hins gamla og friðsama sjálfs og hins
nýja og herskáa sjálfs hermannsins“ og
þessi átök verða hættuleg um leið og hið
friðsama sjálf áttar sig á því að það á líf
sitt undir niðursallandi stríðssjálfinu.6
Í jójó eru Martinarnir eins og tveir
helmingar af einum og sama manni þar
sem báðir þarfnast hins til að verða heil-
ir (líka í skilningnum heilbrigðir). Þetta
er undirstrikað í sögunni meðal annars
með endurteknum orðum Martins Mon-
tag um að hann sé einungis hálfur
maður (40 og víðar) og auðvitað í sam-
eiginlegu nafni þeirra og eftirnafninu
Martinetti – fornafnið endurtekið með
smækkunarendingu – sem gefur til
kynna að hér sé kominn sá helmingur
Martins Montags sem hann varð við-
skila við eftir atvikið í æsku sem hann
hefur reynt að gleyma en endurupplifir í
sífellu: „Ég er alltaf að koma úr skólan-
um“ (46 og víðar). Íslenskir lesendur
Steinunnar þekkja leiki hennar með
nöfn fólks og hér má benda á að Martin
Montag er ekki bara kenndur við þýskan
mánudag heldur þýðir „montage“ líka á
ýmsum málum heildarmynd sem sett er
saman úr mörgum pörtum. Hjá honum
er bælingin svo sterk að hann hefur í
raun reynt að fjarlægja þann bita mynd-
arinnar af honum sem barnæska hans er,
hann hefur hafnað og reynt af fremsta
megni að þagga niður í þessu barni sem
hann var þegar atvikið átti sér stað.
Hann gengur jafnvel svo langt að hafna
öllum börnum, fær sig greindan með
barnafælni eða sem pedófób hjá geð-
lækni til að þurfa ekki að vinna á barna-
deild í læknisnáminu og segir eiginkon-
unni að hann muni aldrei geta átt barn.
3
Halda mætti áfram að lesa söguna um
Martinana tvo inn í samhengi sálgrein-
ingarinnar. Í henni er til dæmis að finna
ýmsar spegilmyndir, samsamanir,
skugga, verndaranda og yfirsvífandi
sálir sem tengjast tvífaraminninu. En í
bókinni er líka sögð önnur saga sem
tengist ekki síður sögusviðinu Berlín en
þeim söguheimi Steinunnar sem hér
hefur verið talað um. Þetta er saga hinn-
ar stríðshrjáðu og klofnu borgar kalda-
stríðsins og er ekki síst rakin í gegnum
kven- og aukapersónur bókarinnar, eins
og Fríða Björk Ingvarsdóttir bendir á í
ritdómi.7 Lesendum skal látið eftir að
uppgötva hvernig Steinunni tekst þar að
heimfæra þessa áhrifamiklu sögu um
viðkvæmt málefni misnotkunar yfir á
hið samfélagssögulega svið. Ein af
spurningunum sem eftir situr er sú
hvort aðferðafræði Martins Montag sé
einnig góð og gild í því samhengi að
aðskilja beri æxli og sjúkling í von um
að finna aftur þá heild sem áður var.
Tilvísanir
1 Steinunn Sigurðardóttir, jójó, Reykjavík:
Bjartur, 2011, bls. 41–42. Hér eftir verður
vísað til bókarinnar með blaðsíðutali innan
sviga fyrir aftan hverja tilvitnun.
2 Guðni Elísson og Alda Björk Valdimars-
dóttir, Hef ég verið hér áður? Skáldskapur
Steinunnar Sigurðardóttur, Reykjavík:
Bókmennta- og listfræðistofnun, Háskólaút-
gáfan, 2011.
3 Úlfhildur Dagsdóttir, „Brúðuheimili“,
Tímarit Máls og menningar 2/2010, bls.
129–136, hér bls. 132.
4 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Tvífarar,