Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 110
D ó m a r u m b æ k u r 110 TMM 2012 · 4 undur þess muni afgreiða hana sem hverja aðra tískustefnu sem menn smit- ast af líkt og kvefi, eins og honum var tamt að halda fram í bók sinni Bréfi til Maríu. Ekki svo að skilja að Einar Már hafni t.d. efnahagslegum skýringum, heldur býður hann fremur upp á sam- spil milli slíkra skýringa og menningar- legra orsakaþátta um leið og hann hafn- ar allri nauðhyggju um þróun sögunnar. Kannski einkennir báðar bækurnar sem hér eru til umfjöllunar viss til- hneiging til þess að gera frjálshyggjuna að afmarkaðra fyrirbæri en hún reynist vera í stjórnmálum samtímans, eins og Atli Harðarson segir gæta í Örlagaborg- inni. Sú miðjumennska sem Stefán Snævarr segist vera fulltrúi fyrir og álít- ur að „frjálshyggjan sé 45% góð, 55% vond“ (335) virðist í raun vera býsna útbreidd afstaða um mestallt litróf stjórnmálanna á meðan yfirlýstur frjáls- hyggjuflokkur eins og Frjálsir demó- kratar í Þýskalandi telst nánast vera í útrýmingarhættu. Enn á ný gætir sterkrar tilhneigingar til þess að leita „markaðslausna“ á efnahagsvanda sam- tímans og eru rit þeirra Stefáns og Ein- ars Más holl lesning um hvert inntak þeirra og afleiðingar eru. Erfitt er að alhæfa um þessa hluti í stjórnmálum samtímans en þessum lausnum virðist beitt til jafns við ríkisafskipti til þess að efla atvinnulífið eða ákveðna geira þess. Hér á landi hafa kröfur um ríkisafskipti í þágu stóriðju verið háværari á hægri væng stjórnmálanna á meðan vinstri menn hafa fremur talað fyrir því að skapa stöðugan ramma er gefi fyrirtækj- um af ólíkum toga kost á að spretta fram af sjálfsdáðum. Hefur frjálshyggj- an þar með færst frá hægri og til vinstri? Ekki er ég viss um að margir séu til- búnir að fallast á það, hvort sem þeir teljist vinstra eða hægra megin á hinu pólitíska litrófi. En aftur að bókunum tveimur. Hér er augljóslega um býsna ólík verk að ræða: Örlagaborgin fjallar um tilurð, innihald og áhrif gamallar hagfræðistefnu á meðan Stefán Snævarr á einkum í sam- ræðu við samtímahugsuði innan ólíkra fræðasviða. Báðir beita þeir stílvopninu af kunnáttu en með mjög ólíkum hætti þó. Samt er einhver undirliggjandi sam- hljómur milli þessara verka, því það sem Stefán kallar „hentistefnu“ sína rímar að ýmsu leyti við sjónarhól Einars Más, þ.e. sú afstaða „að ekki sé nein regla fyrir því hvernig beita eigi reglu“ og að virða beri „fjölbrigði mannheima“, fyrir utan samdóma álit þeirra um „eymd hag- fræðinnar“ (Kredda í kreppu, s. 32–33). Mér virðist raunar meira upplýsandi að líta á þessa afstöðu sem gagnrýni í anda gamaldags húmanisma eða „forn- menntastefnu“ á kreddutrú í samtíman- um, s.s. á þröngan mannskilning frjáls- hyggjunnar, mettaðan af vísindahyggju. Eða eins og ímyndaður höfundur verks- ins Homo historicus. Kritik der polit- ischen Ökonomie kemst að orði í Örlagaborginni, eftir að hafa kynnst ólíkum menningarheimum og lifað og hugsað innan þeirra: „ekki er hægt að gera grein fyrir manninum eins og hann er með neinni alhæfingu, hvorki sem hagmenni né neinu öðru, því hinn sögulegi maður hlýtur að vera sífelldum breytingum háður, koma stöðugt fram í nýjum gervum (480).“ Tilvísanir 1 Sjá ágæta umfjöllun Stefáns Pálssonar um umræddar bækur: „Rýnt í rústirnar: Bókmenntagrein verður til“, Tímarit Máls og menningar, 2010 · 1, s. 93–101. 2 Eilífðarvélin: uppgjör við nýfrjálshyggjuna (ritstjóri: Kolbeinn Stefánsson), Háskólaút- gáfan: Reykjavík 2010. 3 Stefán Snævarr: Kredda í kreppu: Frjáls- hyggjan og móteitrið við henni, Heims- kringla, háskólaforlag Máls og menningar: Reykjavík 2011 og Einar Már Jónsson:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.