Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 36
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n
36 TMM 2012 · 4
Ég var kallaður helgimyndabrjótur í kennslu við Háskóla Íslands og fannst eins og
verið væri að líkja mér við þá sem vandalísera legsteina eða eitthvað. En þarna er
hin fræðilega skýring á hugtakinu og ég get stoltur játað að hafa verið helgimynda-
brjótur í bráðum áratug.46
Það sýnir vægi Helga hjá vantrúarfélögum að Óli Gneisti Sóleyjarson stjórnar
aðdáendasíðu hans á Facebook þar sem 6319 manns höfðu skráð sig 20. mars
2010 en allmargir láta þar í ljós andúð sína á þjóðkirkjunni og kristindómi
og taka undir ýmis fleyg orð frá Helga.47
Minnismerki
Viðbrögð landsmanna við andláti Helga Hóseassonar 6. september 2009
sýna ljóslega hversu mikillar lýðhylli hann var farinn að njóta. Fréttin um
andlát hans í Morgunblaðinu var höfð með sama sniði og tíðkast um æðstu
embættismenn, rithöfunda og listamenn þjóðarinnar.48 Í heilsíðugrein í
Fréttablaðinu var hans minnst sem „baráttuharðjaxls og kommúnista“
sem hefði barist „fyrir betra lífi í heiminum til handa öllu mannkyni“ og
birtar myndir af m.a. skyrslettum hans og handtöku.49 Á Facebook var
stofnaður hópur sem vildi reisa honum minnisvarða á horni Langholts-
vegar og Holtavegar. Stjórnandi þess, Alexander Freyr Einarsson, gaf þar
upp söfnunarreikning, samþykktan af aðstandendum Helga, sem félags-
menn gætu borgað inn á en söfnuninni var gerð skil í fjölda fjölmiðla, m.a.
í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna og á forsíðu Fréttablaðsins.50 Fram kemur
að á aðeins þremur dögum höfðu 20.000 manns skráð sig í félagið, mun
fleiri en höfðu þá skorað á Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands „að stað-
festa ekki fyrirvara við ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti í lok ágúst vegna
Icesave samninganna við bresk og hollensk stjórnvöld“,51 en 20. mars 2010
voru meðlimirnir alls orðnir 30.045.52 Ýmsir borgarfulltrúar, svo sem Björk
Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir, tóku undir mikilvægi þess að reisa
minnisvarða53 og var málið tekið til umræðu á borgarráðsfundi í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Fram kemur í Fréttablaðinu að Samfylkingin hafi þá síðar um
daginn ætlað að leggja „fram þá tillögu að tekið verði frá svæði í borgar-
skipulaginu fyrir minnisvarða Helga Hóseassonar“.54 Dagur B. Eggertsson,
oddviti flokksins í borgarstjórn, segir í viðtali við Fréttablaðið daginn sem
tillagan var lögð fram:
Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi
sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu
baráttu […]55
Vinstri grænir lögðu einnig fram sambærilega tillögu í borgarráði en svo
fór síðar í mánuðinum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks vísaði báðum tillögunum frá.56 Alexander Freyr Einarsson lét