Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2012 · 4 manns gaman, enginn vill af honum vita frekar en hann af þeim. Hann er einn. Þessi einsemd vex og magnast og gerir hann að vábeiðu. Það er einsemdin sem á heimspekistundum í fjósi Glæsis er líkt við dauða í lifanda lífi: „Draugur varð ég löngu áður en ég varð draugur“ (27). Höfundur viðurkennir vitanlega að ýmislegt ólán geti vel verið illskuhvetj- andi, en hann grefur jafnt og þétt undan þeim æviþáttum sem réttlætingu og afsökun veita fyrir fólskuna. Glæsir er í víti og það er sjálfskaparvíti. Þórólfur bægifótur er lífs og hálfdauður í fjötrum sem hann hefur gert sér – og „sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra“ segir Sigfús Daðason. Því segist draugsi vera „fastur í sjálfum mér“(149) og getur ekki drepist alveg, dæmdur til að eigra um og valda ótta og tortímingu og hefur náð þeim þroska í tilvistarspeki að hann veit ekki síður en karlskröggar sem Gúlliver víð- förli hittir á sínum flækingi nokkrum öldum síðar, að ekkert er verra en fá ekki að deyja. Með nokkrum sanni má líkja því víti sem Glæsir er staddur í við það helvíti sem samtíðarmaður Eyr- byggjuhöfundar, Dante, lýsti í sínum Guðdómlega gleðileik: þar eru vistmenn bundnir um allan aldur við sína höfuð- synd, sinn verknað eða hugarfar, frosnir þar fastir, sokknir á kaf. Eins og Glæsir segir: „Hinn ódauði er fastur í endur- tekningu“ (151). Það gerist ekkert fram- ar. Hver sem inn gengur gefi frá sér alla von. Í Eyrbyggju, burt frá Eyrbyggju Glæsir hefur reyndar gefist upp á þeim hefndarhug sem rak Þórólf bægifót áfram til illra verka. Hann segist í upp- hafi sögunnar vera kominn á Finngeirs- staði til að drepa. En hann langar hreint ekki til að drepa Þórodd bónda, sem hefur bjargað lífi hans í kálfslíki og er eina manneskjan sem hefur sýnt honum vinsemd. Að vísu er einnig hér nokkur tvíræðni á ferð. Þóroddur bóndi er góður við Glæsi – en vel gæti það verið vinsemd búhöldar sem senn mun slátra sínu nauti og gera úr steik góða. Ekki sýnir hann vinsemd sem maður manni, hann veit ekki hver Glæsir í rauninni er. Vill ekki vita það þótt fóstra hans segi honum og vari hann við – því Þórólfur bægifótur er sannarlega ekki einn um að lifa í afneitun á því sem óþægilegt er. Afneitun Þórólfs á mörgu sem hann hefur gert og afneitun Finngeirsstaða- fólks sem vill ekki „sjá það illa í þessum heimi“ – þetta verður, þegar grannt er skoðað, eitt af því sem helst kemur í veg fyrir að nokkur maður hafi einurð til að setja elkur við vési hins illa. Þóroddur er reyndar eina persónan sem fær í þessari sögu að vera andstæða við afturgönguskrímslið. Hann er ótta- laus, „sáttur við lífið og skelfist ekki dauðann“ (30). Hann virðist laus við hatur. Glæsir segir hann eiga þá lífsgleði „sem er það eina afl sem afturgöngum stendur af beygur“ (36). Þóroddur er lát- inn vera sá eini sem getur stigið út úr þeim vítahring hefnda og fólskuverka sem bannar Þórólfi gleði og sköpun. Hann fær meira svigrúm en jafnvel goð- arnir frægu, Arnkell og Snorri – og því er eðlilegt að lesandi spyrji: væri ekki hægt að draga fram meira um þann eina mann sem á afl sem jafnvel draugar ótt- ast? Höfundur tekur sér drjúgt frelsi í lýsingu Þórodds, en fátt eitt segir Eyr- byggja um hann – og vel má sakna þess að ekki er haldið lengra áfram með þetta frelsi til að „lífsgleðin“ komi fram, fái vægi og skapi andstæður sem gert gætu söguna litríkari, því óneitanlega er hún stútfull af myrkri. Kristni er að breiða úr sér á tíma draugsins, hann gefur lítið fyrir það og höfundur sömuleiðis – þó er það kristnin væntanlega sem helst færir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.