Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 87
Á d r e p u r
TMM 2012 · 4 87
Klukkan 20.21 birti dv.is svo fyrirsögnina:
„Íslenski karlmaðurinn með lengsta liminn í Evrópu“
Fréttirnar þrjár voru af svipuðum toga: „Íslenskir karlmenn eru með stærsta getnað-
arlim í Evrópu, samkvæmt nýrri könnun Ulster-háskólans á Bretlandi. Getnaðarlim-
ur meðal karlmanns á Íslandi er 16,51 cm í fullri reisn,“ sagði í fréttinni á visir.is.
Morgunblaðið og DV greindu á líkan hátt frá málinu en sögðu þó að niðurstaðan
væri byggð nýlegri „rannsókn“ en ekki „könnun“ eins og í fréttinni á visir.is. Grein-
arnar voru allar ritaðar í hefðbundnum fréttastíl.
Loksins mælanlegir yfirburðir
Þetta fannst mér forvitnilegt. Íslendingar hafa um árabil gortað sig af því að eiga fal-
legustu konur í heimi. Það er ekki amalegt, en því miður er fegurð ekki mælanleg og
fullyrðingin því orðin tóm. Stærð typpa er aftur á móti mælanlegt fyrirbæri. Að vísu
verður að taka tillit til þess að typpið sé „í fullri reisn“ eins og sagði í fréttinni á visir.
is, en það hljóta að vera til nokkuð vísindalegar viðmiðanir um hvenær því ástandi
er náð. Typpalengd er vel mælanleg.
Þessi frétt var fullkomin. Íslendingar hafa undanfarið verið með óbeit á upphróp-
unum um að land þeirra sé best í heimi. Það er of þanin fullyrðing. En að eitthvað sé
best í Evrópu er meira patent.
Áður en lengra er haldið vil ég stemma af einlægni mína. Það gladdi mig, raun-
verulega, að vita til þess að hvað sem líður eigin typpastærð þá væru landar mínir að
minnsta kosti með nógu löng typpi til þess að draga meðaltalið upp í það hæsta í álf-
unni. Það gladdi mig vegna þess að þó við Íslendingar séum smáþjóð sem getur
aldrei staðið uppi í hárinu á stærri þjóðum ef litið er heildstætt á afrekalistann þá er
frábært að eiga allavega eina mælanlega röksemd til að stinga ofan í kokið á hinum
stóru. Þetta typpatromp er nóg til þess að eiga síðasta orðið í öllum samræðum um
samanburð þjóða. Hér eru dæmi:
Við Ítala
Hvað segið þið? Funduð þið upp borgarmenningu, funduð Ameríku,2 stóðuð fyrir
endureisninni og hafið fjórum sinnum verið heimsmeistarar í fótbolta?
Það er ágætt. En við erum reyndar með stærri typpi.
Við Breta
Jæja. Á svo að hjakka á því núna að þið hafið átt heimsveldi sem var svo stórt að sólin
settist aldrei, að þið hafið fundið upp tímabeltin og sett fram þróunarkenninguna?
Það er ágætt. En við erum reyndar með stærri typpi.
Við Bandaríkjamenn
Hvað var ég að heyra? Eyðið þið 651 milljarði dollara árlega3 í her sem getur kramið
sérhvern andstæðing þessarar veraldar og hafið fóstrað fleiri nóbelsverðlaunahafa og hlotið
fleiri gullverðlaun á ólympíuleikum en nokkurt annað ríki?
Það er ágætur árangur miðað við hversu lítil typpi þið eruð með. Okkar eru töluvert
stærri.
Ég vil samt taka fram að kannski er nóg að eiga aldrei þetta síðasta orð heldur láta