Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 59
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I
TMM 2012 · 4 59
Fyrsta málsgreinin lýsir prýðilega megineinkennum ljóðanna (ég geng þá út
frá því að ‚efnislegir þættir‘ vísi til þess að málið er venju fremur hlutbundið:
„Þögnin rennur eins og ryðbrunnið myrkur yfir reynd þína“). En að Tíminn
og vatnið sé „eitt hefðbundnasta bókmenntaverk“ okkar og bálkurinn
„hlaðinn vísunum í menningararf og goðsagnir“ – það kemur eflaust flatt
upp á marga lesendur hans. Eiga þeir kannski að taka alvarlega þá hugdettu
Steins að gefa ljóðunum heiti upp úr skýringum Eliots við The Waste Land?25
Eða þær útlistanir sem Steinn gaf sjálfur á sumum ljóðunum í viðtölum eins
og rakið var hér að framan? Við vitum nú að skýringar Eliots voru að nokkru
leyti til þess gerðar í upphafi að villa mönnum sýn.26 Og þeim mun fremur
hefði það verið tilgangurinn ef Steinn hefði tekið upp glefsur úr þeim. Hitt
er rétt að bæði meginþemun í flokknum – ástarharmur og ódauðleiki skáld-
skapar – eiga sér langa sögu í heimsbókmenntunum.27
Nú er reyndar rúmur helmingur ljóðanna háttbundinn. Það dugir þeim þó
ekki til að geta talist til hefðbundinna ljóða, því veldur hin nýja ljóðhugsun
sem er höfuðeinkenni þeirra. Miklu nær sanni væri að kalla kvæðabálkinn
eitt óhefðbundnasta bókmenntaverk okkar; hann var það að minnsta kosti
alveg tvímælalaust við útkomu,28 og að sumu leyti er hann það líklega enn.
Þar gildir einu þó hann sé að verulegu leyti í bundnu máli. Og um hitt, að
bálkurinn virðist vera afstrakt, samband hans við ytri veruleika („annað“) sé
óljóst, þá bendir allt til þess að einmitt það hafi verið markmið Steins. Líkt og
hann sagði um list Þorvalds Skúlasonar að hún krefðist þess „að vera eitthvað
sjálf, án alls annars“,29 vildi hann yrkja ljóð sem væru sjálfum sér nóg, „ljóð
per se“, eins og Edgar Allan Poe hafði orðað kenninguna rúmri öld áður.
Ein ummæli Steins eru að mínum dómi mun sannferðugri lýsing á Tím-
anum og vatninu þó þau séu reyndar ekki viðhöfð um þann bálk, að minnsta
kosti ekki opinskátt: „Annars virðist mér inntak og áætlun allrar nútíma-
listar stefna að æ innhverfari túlkun persónuleikans [leturbr. hér].“30 Orðin
hæfa ljóðunum einkar vel.
***
Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljar brú
með mannabein í maganum? Og gettu nú!31
Hér hefur nú verið gerð grein fyrir tvennskonar sýn á merkingu ljóðanna í
flokknum, skýringum skáldsins sjálfs og túlkunum sem byggðar eru á þeim
annarsvegar og hinsvegar skilningi mínum sem ég hef rakið hér að framan.
Mikið ber á milli í túlkun okkar á merkingu ljóðanna. Varla geta báðar
túlkunarleiðirnar verið jafngildar, eða eru þær kannski báðar út í hött? Hver
er munurinn og er einhver vegur að skera úr um hvor leiðin er vænlegri?
Munurinn á þeirri merkingu sem ég þykist greina í bálkinum og þeirri
sem Steinn sjálfur og fleiri tala um er í stuttu máli fólginn í því að í seinna