Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 59
A ð l e s a T í m a n n o g va t n i ð I I TMM 2012 · 4 59 Fyrsta málsgreinin lýsir prýðilega megineinkennum ljóðanna (ég geng þá út frá því að ‚efnislegir þættir‘ vísi til þess að málið er venju fremur hlutbundið: „Þögnin rennur eins og ryðbrunnið myrkur yfir reynd þína“). En að Tíminn og vatnið sé „eitt hefðbundnasta bókmenntaverk“ okkar og bálkurinn „hlaðinn vísunum í menningararf og goðsagnir“ – það kemur eflaust flatt upp á marga lesendur hans. Eiga þeir kannski að taka alvarlega þá hugdettu Steins að gefa ljóðunum heiti upp úr skýringum Eliots við The Waste Land?25 Eða þær útlistanir sem Steinn gaf sjálfur á sumum ljóðunum í viðtölum eins og rakið var hér að framan? Við vitum nú að skýringar Eliots voru að nokkru leyti til þess gerðar í upphafi að villa mönnum sýn.26 Og þeim mun fremur hefði það verið tilgangurinn ef Steinn hefði tekið upp glefsur úr þeim. Hitt er rétt að bæði meginþemun í flokknum – ástarharmur og ódauðleiki skáld- skapar – eiga sér langa sögu í heimsbókmenntunum.27 Nú er reyndar rúmur helmingur ljóðanna háttbundinn. Það dugir þeim þó ekki til að geta talist til hefðbundinna ljóða, því veldur hin nýja ljóðhugsun sem er höfuðeinkenni þeirra. Miklu nær sanni væri að kalla kvæðabálkinn eitt óhefðbundnasta bókmenntaverk okkar; hann var það að minnsta kosti alveg tvímælalaust við útkomu,28 og að sumu leyti er hann það líklega enn. Þar gildir einu þó hann sé að verulegu leyti í bundnu máli. Og um hitt, að bálkurinn virðist vera afstrakt, samband hans við ytri veruleika („annað“) sé óljóst, þá bendir allt til þess að einmitt það hafi verið markmið Steins. Líkt og hann sagði um list Þorvalds Skúlasonar að hún krefðist þess „að vera eitthvað sjálf, án alls annars“,29 vildi hann yrkja ljóð sem væru sjálfum sér nóg, „ljóð per se“, eins og Edgar Allan Poe hafði orðað kenninguna rúmri öld áður. Ein ummæli Steins eru að mínum dómi mun sannferðugri lýsing á Tím- anum og vatninu þó þau séu reyndar ekki viðhöfð um þann bálk, að minnsta kosti ekki opinskátt: „Annars virðist mér inntak og áætlun allrar nútíma- listar stefna að æ innhverfari túlkun persónuleikans [leturbr. hér].“30 Orðin hæfa ljóðunum einkar vel. *** Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljar brú með mannabein í maganum? Og gettu nú!31 Hér hefur nú verið gerð grein fyrir tvennskonar sýn á merkingu ljóðanna í flokknum, skýringum skáldsins sjálfs og túlkunum sem byggðar eru á þeim annarsvegar og hinsvegar skilningi mínum sem ég hef rakið hér að framan. Mikið ber á milli í túlkun okkar á merkingu ljóðanna. Varla geta báðar túlkunarleiðirnar verið jafngildar, eða eru þær kannski báðar út í hött? Hver er munurinn og er einhver vegur að skera úr um hvor leiðin er vænlegri? Munurinn á þeirri merkingu sem ég þykist greina í bálkinum og þeirri sem Steinn sjálfur og fleiri tala um er í stuttu máli fólginn í því að í seinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.